Tímamót í velferðarþjónustu - lögleiðing NPA
Ný heildarlög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi í dag, 1. október. Lögin fela í sér margvíslegar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Þar með er talin lögleiðing notendastýrðrar persónulegrar (NPA).
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir daginn merkisdag sem eigi án efa eftir að festa sig í huga þeirra fjölmörgu sem hafa til ára barist fyrir innleiðingu NPA sem lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk sem þarf á miklum stuðningi að halda. Samhliða nýju heildarlöggjöfinni tóku einnig gildi í dag ýmsar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem styðja við innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem undirritaður var af hálfu Íslands árið 2007 og fullgiltur árið 2016.
Samningur Sameinuðu þjóðanna hefur haft mikil áhrif á viðhorf samfélagsins til fatlaðs fólks á liðnum árum og ýtt undir margvíslegar úrbætur, bæði til að efla og bæta þjónustu en ekki síður að efla mannréttindi og auka vernd fólks með fötlun.