Hoppa yfir valmynd
21.12.2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra staðfestir umgjörð NPA-þjónustu við fatlað fólk

Ásmundur Einar með undirritaða reglugerð um NPA - myndVelferðarráðuneytið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem tekur til framkvæmdar notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. „Með þessu er enn eitt skref stigið til þróunar velferðarþjónustu á Íslandi“ segir ráðherra.

Í reglugerðinni eru ákvæði um markmið þjónustunnar, fjallað er meðferð umsókna, skipulag og framkvæmd. Jafnframt er fjallað um hvernig staðið skuli að ráðningum aðstoðarfólks og starfsumhverfi þess. Loks er fjallað um umsýslu NPA og fjárhagslega framkvæmd.

Í byrjun árs mun félagsmálaráðuneytið gefa út handbók og kynna hin ýmsu samningsform sem  notuð verða við framkvæmd NPA.

Ráðherra undirritaði fyrr í nóvember síðastliðinn sex reglugerðir sem allar snúa að því að bæta þjónustu við fatlað fólk og tryggja aukið eftirlit með aðbúnaði á heimilum og stofnunum sem þjóna fötluðum: „Með setningu þessarar reglugerðar stöndum við á ákveðnum tímamótum þar sem nú er hægt að segja að hin formlega umgjörð notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk liggi nú fyrir á grundvelli þeirra laga sem þjónustan byggist á,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Meðfylgjandi er reglugerðin sem hefur verið send Stjórnartíðindum og öðlast gildi við birtingu.

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta