Hver getur sótt um NPA?
Eins og áður hefur komið fram geta notendur sem gert hafa samkomulag við sveitarfélag um NPA valið að fá aðstoðina skipulagða sem slíka. Grundvöllur samkomulagsins er þó að notendur uppfylli viðmið 1. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, og önnur þau skilyrði sem fram koma í 11. gr. laga þeirra laga. Einnig gilda ákvæði reglugerðar nr. 1250/2018 um notendastýrða persónulega aðstoð, ásamt reglum sveitarfélags um NPA.
Rétturinn til NPA nær til einstaklinga sem þurfa sértæka aðstoð umfram 15 klst. á viku. Þeir sem náð hafa 67 ára aldri eiga rétt á að njóta hennar áfram nema verulegar breytingar verði á stuðningsþörfum. Verði einstaklingur fyrir skerðingu eftir 67 ára aldur, sem jafna má til fötlunar, skulu aðstæður hans metnar sérstaklega og m.a. litið til þess hvort fötlunin sé til komin vegna aldurstengdra ástæðna.
Þeim sem uppfylla ekki skilyrði fyrir samningi um NPA gæti hins vegar hentað að fá aðstoð á grundvelli notendasamnings (sjá 10. gr. laga nr. 38/2918 um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir). (Sjá nánar í kafla 1.5. í handbók um NPA).
Sjá einnig:
Yfirlit um lög
Yfirlit um lög er að finna á vef Alþingis
Yfirlit um reglugerðir
Yfirlit um reglugerðir er að finna á reglugerd.is
Stofnanir
Úrskurðarnefndir
Áhugavert
Notendastýrð persónuleg aðstoð
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.