Hvernig er sótt um NPA?
Einstaklingur, eða persónulegur talsmaður hans, sækir um NPA hjá sveitarfélagi þar sem hann á lögheimili. Sveitarfélagið aflar grunnupplýsinga hjá umsækjanda og/eða þeim sem þekkja best til hans um andlega, líkamlega og félagslega stöðu og virkni og framkvæmir þannig heildstætt mat.
Á grundvelli þeirra upplýsinga er mat lagt á stuðningsþörf umsækjanda. Matið er því greining á stöðu hans og aðstæðum og hvaða stuðnings er þörf til þess að hann geti lifað eins sjálfstæðu lífi og kostur er.
Á grundvelli þessa grunnmats fer tengiliður innan félagsþjónustunnar yfir það með umsækjanda eða talsmanni hans hvaða kostir kunni að koma til greina og gerir tillögu þar að lútandi, þ.e. um NPA eða aðra kosti. Brýnt er að farið sé ítarlega yfir það á þessu stigi hvaða kostir kunni að standa umsækjanda til boða, hverjir komi ekki til greina og þá hvers vegna.
Sé niðurstaða grunnmatsins sú að þörf fyrir þjónustu eða stuðning sé önnur eða víðtækari en veitt er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og að sveitarfélagið telji að þjónusta á formi NPA komi til álita skal það tilkynnt umsækjanda.
Sjá einnig:
Yfirlit um lög
Yfirlit um lög er að finna á vef Alþingis
Yfirlit um reglugerðir
Yfirlit um reglugerðir er að finna á reglugerd.is
Stofnanir
Úrskurðarnefndir
Áhugavert
Notendastýrð persónuleg aðstoð
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.