Beiðni til sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk
Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr nauðung við fatlað fólk starfar samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita nauðung í þjónustu við fatlað fólk nema til að koma í veg fyrir að einstaklingur valdi sjálfum sér eða öðrum líkamstjóni eða stórfelldu eignatjóni, eða til að uppfylla grunnþarfir viðkomandi.
Þegar þjónustuaðili, forstöðumaður eða annar sem ber ábyrgð á þjónustu við fatlaðan einstakling þarf að bregðast við aðstæðum þannig að til greina komi að beita þurfi viðkomandi nauðung skal hann leita til sérfræðiteymis skv. 14. gr laganna.
Þurfi að beita einhvern nauðung í neyðartilviki ber að tilkynna það til sérfæðiteymis, sem og ef nauðung hefur verið beitt samkvæmt tímabundnu leyfi undanþágunefndar sem skipuð er samkvæmt 15. gr. laga nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
Eyðublöðin eru þrjú; vegna beiðni um ráðgjöf til að draga úr nauðung til sérfræðiteymis, vegna tilkynningar um beitingu nauðungar í neyðartilfelli og vegna tilkynningar um beitingu nauðungar samkvæmt heimild undanþágunefndar.
Beiðni um ráðgjöf eða tilkynningar um beitingu nauðungar til sérfræðiteymis um aðgerðir til að draga úr nauðung
Sækja skal um ráðgjöf eða senda tilkynningar til sérfræðiteymisins á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins sem er aðgengilegt á http://minarsidur.stjr.is
- Aðgangur að eyðublaðavefnum er veittur á kennitölu þjónustuaðila eða einstaklinga, í því tilfelli á kennitölu ábyrgðarmanns þjónustuaðila.
- Viðkomandi velur flipann Nýskráning, skráir þar kennitölu og netfang og velur sér lykilorð. Tölvupóstur berst síðan á uppgefið netfang og skráningin er staðfest.
- Þegar skráning hefur verið staðfest skráir viðkomandi sig inn með kennitölu og lykilorði undir Innskráning og velur síðan flipann Eyðublöð en þar undir Ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk er eyðublaðið.
- Sjá einnig nánari leiðbeiningar um notkun eyðublaðavefsins
Athugið að eyðublaðið má vista meðan á vinnslu stendur en beiðni/tilkynning berst ekki nefndinni fyrr en hún hefur verið send.
Beiðini um nánari upplýsingar sendist á [email protected].
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Stofnanir
Áhugavert
Fatlað fólk
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.