Hoppa yfir valmynd

Ættleiðingar

Ættleiðing er leið til að tryggja barni, sem ekki á fjölskyldu sem getur annast það, möguleika á að fá að alast upp hjá fjölskyldu sem hefur aðstæður til að búa því gott atlæti í samræmi við þarfir barnsins. Ættleiðing er örlagaríkur gerningur sem skiptir sköpum í lífi einstaklinga sem í hlut eiga. Lagastaða einstaklings er ákveðin til frambúðar með fjölskylduskiptum, oft nýju heimili og uppeldisumhverfi og stundum í nýju þjóðfélagi. Þannig eru rofin lagaleg tengsl einstaklings við upprunafjölskyldu og stofnað til nýrra tengsla milli barns og þess eða þeirra sem ættleiða það. Þarfir barns ráða ávallt úrslitum í ættleiðingarmálum.

Ættleiðingar greinast í frumættleiðingar og stjúpættleiðingar. Með frumættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn eða kjörbarn maka umsækjanda eða sambúðarmaka. Frumættleiðing greinist svo fyrst og fremst í ættleiðingar innan lands og hins vegar ættleiðingar milli landa. Með stjúpættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni eða kjörbarni maka umsækjanda eða sambúðarmaka.

Dómsmálaráðuneytið sér um stefnumótun í ættleiðingarmálum, ásamt setningu laga og reglugerða á þessu sviði, sinnir hlutverki miðstjórnvalds á grundvelli Haagsamningsins um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa frá 1993 og hefur yfirumsjón með framkvæmd samningsins hér á landi, hefur eftirlit með löggiltum ættleiðingarfélögum og úrskurðar í kærumálum þegar sýslumaður hefur synjað umsókn um ættleiðingu eða forsamþykki. 

Samkvæmt lögum um ættleiðingar veitir sýslumaður leyfi til ættleiðingar og gefur út forsamþykki hér á landi vegna ættleiðingar erlends barns. Á grundvelli reglugerðar var sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu falið að annast þetta hlutverk. Ítarlegar upplýsingar um ferli ættleiðinga, ásamt eyðublöðum er að finna á Ísland.is.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 14.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta