Ættleiðingarstyrkir
Lög um ættleiðingarstyrki taka til fjárstyrkja úr ríkissjóði til kjörforeldra sem ættleitt hafa erlent barn eða börn í samræmi við lög um ættleiðingar. Ættleiðingarstyrkur er eingreiðsla sem er greidd út samkvæmt umsókn kjörforeldra þegar erlend ættleiðing hefur verið staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið hér út í samræmi við ákvæði laga um ættleiðingar.
Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um ættleiðingarstyrki.
Ákvörðun um synjun ættleiðingarstyrks og leiðréttingu á greiðslum skv. 8. gr. laga um ættleiðingarstyrki er heimilt að kæra til velferðarráðuneytis.
Á vef Vinnumálastofnunar er unnt að nálgast nánari upplýsingar um ættleiðingarstyrki, meðal annars um hvernig sótt er um styrk sem og um fjárhæð styrks hverju sinni, en fjárhæðina skal endurskoða á tveggja ára fresti í tengslum við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Áhugavert
Ættleiðingar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.