Hoppa yfir valmynd

Ættleiðingarstyrkir

Lög um ættleiðingarstyrki taka til fjárstyrkja úr ríkissjóði til kjörforeldra sem ættleitt hafa erlent barn eða börn í samræmi við lög um ættleiðingar. Ættleiðingarstyrkur er eingreiðsla sem er greidd út samkvæmt umsókn kjörforeldra þegar erlend ættleiðing hefur verið staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið hér út í samræmi við ákvæði laga um ættleiðingar. 

Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um ættleiðingarstyrki. 

Ákvörðun um synjun ættleiðingarstyrks og leiðréttingu á greiðslum skv. 8. gr. laga um ættleiðingarstyrki er heimilt að kæra til velferðarráðuneytis.

Á vef Vinnumálastofnunar er unnt að nálgast nánari upplýsingar um ættleiðingarstyrki, meðal annars um hvernig sótt er um styrk sem og um fjárhæð styrks hverju sinni, en fjárhæðina skal endurskoða á tveggja ára fresti í tengslum við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 25.9.2018
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta