Barnaréttur
Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Í barnalögum er kveðið á um réttindi barns. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.
Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Í barnalögum er meðal annars kveðið á um foreldra barns, forsjá, umgengni og meðlag.
Nánar um helstu ákvæði barnalaga:
Sjá einnig:
Lög og greinargerð
Reglur og reglugerð
Gagnlegir tenglar
- DómsmálaráðuneytiðReglugerð um sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns í Samráðsgátt25. nóvember 2021
Barnaréttur
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.