Málþing í Norræna húsinu dagana 4.-5. maí
Málþing fer fram í Norræna húsinu dagana 4.-5. maí undir nafninu „Social Services in Times of Disaster“. Málþingið er hluti af rannsóknarverkefninu Velferð og vá og er haldið í samvinnu við norrænt öndvegissetur, NORDRESS. Þar kemur saman þverfaglegur hópur sérfræðinga, stjórnenda, fræðimanna, nemenda ásamt hagsmunaaðilum sem starfa á þessu sviði, til að ræða hlutverk félagsþjónustu á hamfaratímum. Markmið málþingsins er að fjalla um hlutverk félagsþjónustu sveitarfélaganna í tengslum við forvarnir, viðbrögð og endurreisn samfélaga ásamt því að ræða leiðir til að auka viðnámsþrótt íbúa og samfélaga.