Útgáfa skýrslunnar „Mat á störfum velferðarvaktarinnar“
Velferðarvaktin var sett á laggirnar í ársbyrjun 2009 með það að markmiði að afla upplýsinga um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur í landinu og gera tillögur til úrbóta. Matsrannsóknin er liður í rannsóknarverkefninu Velferð og vá og leiðir í ljós árangurinn af starfi Velferðarvaktarinnar, hvort settum markmiðum hafi verið náð, helstu styrkleikum/veikleikum og svo frv.