Kynning á íslensku og norrænu Velferðarvaktinni í Turku í Finnlandi
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, kynnti bæði íslensku Velferðarvaktina og norrænu Velferðarvaktina á ráðstefnunni Hur mår du Norden sem fram fór í Turku í Finnlandi þann 27. janúar sl. Alls sóttu um 300 manns ráðstefnuna og sýndu gestir verkefnunum tveimur mikinn áhuga. Hér má sjá umfjöllun í Arbeidsliv i Norden um kynninguna undir yfirskriftinni Islands välfärdsvakt dämpade krisen och ledde till starkare nordiskt samarbete.