Hoppa yfir valmynd

Velferð og vá

Í þessum verkþætti verður metið hvernig norræn velferðarkerfi eru undirbúin undir hvers konar vá með sérstaka áherslu á hlutverk félagsþjónustu. Dreginn verður lærdómur af starfi Velferðarvaktarinnar sem var stofnsett hér á landi í kjölfar efnahagskreppunnar, viðbragðskerfi annarra Norðurlanda verða kortlögð, lagt verður mat á hvernig norræn velferðarkerfi þurfa að búa sig undir áskoranir komandi ára og metið hvort grundvöllur sé fyrir norrænni velferðarvakt.

  • Í þessum hluta verkefnisins verður gerð matsrannsókn á starfsemi Velferðarvaktarinnar sem sett var á fót í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. - Skýrsla: Mat á störfum Velferðarvaktarinnar
  • Viðbragðskerfi Norðurlanda verða kortlögð með áherslu á hlutverk velferðarkerfa og þá einkum félagsþjónustu.
  • Þekking á mögulegum áskorunum sem norrænu velferðarkerfin gætu þurft að mæta í kjölfar hamfara í framtíðinni verður tekin saman með það fyrir augum að fyrirbyggja neikvæðar afleiðingar þeirra á velferð.
  • Athugað verður hvort ástæða sé til að setja á fót norræna velferðarvakt og verður þeirri spurningu svarað í þessum verkþætti.
  • Niðurstöður rannsóknarinnar verða samþættar rannsóknaniðurstöðum annarra verkþátta og verður byggt á þeim niðurstöðum við mótun tillagna um norræna velferðarvakt.

Þessu verkefni er stýrt af fimm manna hópi undir forystu Guðnýjar Bjarkar Eydal prófessors við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands sem veitir verkefninu forstöðu. Verkefnisstjóri verkefnisins er Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun HÍ og doktorsnemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í stýrihóp situr einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna og er hann skipaður sérfræðingum sem hafa rannsakað hlutverk velferðarkerfa í vá eða eru starfandi sérfræðingar á þessum vettvangi.

  • Rasmus Dahlberg, frá Danmörku. PhD Fellow at the Danish Emergency Management Agency and the University of Copenhagen.
  • Merja Rapeli, frá Finnlandi. Ministerial Adviser at the Ministry of Social Affairs and Health.
  • Björn Hvinden, frá Noregi. Professor, NOVA. A institute at Oslo and Akershus University College of Applied Sciences.
  • Tapio Salonen, frá Svíþjóð. Professor, Faculty of Health and Society, Malmö University.

Í hverju landi starfar einnig ráðgefandi sérfræðihópur.

Nýtt efni

Vinnufundir

Nánari lýsingu á verkáætlun

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta