Hoppa yfir valmynd
10. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Velferðarvaktin á Netinu

Velferðarvaktin
Velferðarvaktin

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hitti fulltrúa stýrihóps um velferðarvakt á fundi fyrir helgi og opnaði formlega vefsvæði sem komið hefur verið á fót í tengslum við verkefni hennar.

Ráðherra á fundi velferðarvaktarinnarHægt er að senda velferðarvaktinni ábendingar á Netinu og er sérstakt form til þess aðgengilegt á vefsvæði hennar. Eins og þar kemur fram óskar velferðarvaktin eftir ábendingum frá stofnunum, félögum eða einstaklingum um málefni sem ætla má að þarfnist skoðunar og varða félagslegar eða fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins fyrir heimilin. Einnig þiggur vaktin tillögur eða upplýsingar um aðgerðir til að mæta vandanum sem gætu verið öðrum góð fyrirmynd. Velferðarvaktin tekur ekki til afgreiðslu málefni einstaklinga.

Hlutverk velferðarvaktarinnar er meðal annars að afla upplýsinga um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur, afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða af efnahagsþrengingum, kortleggja hvaða leiðir ríki, sveitarfélög og félagasamtök hafa til að bregðast við og efna til samráðs með fulltrúum opinberra stofnana, félagasamtaka og öðrum sem lagt geta af mörkum vegna þekkingar sinnar og reynslu.

Tenging frá vef ráðuneytisinsVefsvæði velferðarvaktarinnar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta