Hoppa yfir valmynd
13. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 13. mars 2009


Mætt: Lára Björnsdóttir formaður (LB) fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Guðríður Ólafsdóttir tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Ása Ólafsdóttir tiln. af dómsmálaráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir (SK) tiln. af ASÍ, Garðar Hilmarsson (GÓ) tiln. af BSRB, Vilborg Oddsdóttir (VO) tiln. af Biskupsstofu, Björn Ragnar Björnsson (BRB) tiln. af fjármálaráðuneyti, Héðinn Unnsteinsson f.h. Guðrúnar Sigurjónsdóttur (GS) tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Stefán Stefánsson (StSt) tiln. af menntamálaráðuneyti, Kristján Sturluson (KS) tiln. af Rauða krossi Íslands, Stella K. Víðisdóttir (SKV) tiln. af Reykjavíkurborg, og Guðrún Björk Bjarnadóttir (GBB) tiln. af SA, auk Þorbjarnar Guðmundssonar (ÞG) og Ingibjargar Broddadóttur (IB) starfsmanna.

1. Fundargerð 3. fundar stýrihópsins
Fundargerðin samþykkt.

2. Önnur mál
a. Fjallað var um félagsvísa velferðarvaktarinnar og samþykkt að stefna að því að verkefnið verði að veruleika.
b. Greint frá spurningalista. IB hefur sent öllum félagsmálastjórunum í landinu og hafa svör borist frá 21 af 39 starfandi félagsmálastjórum, þar af frá öllum fjölmennustu sveitarfélögunum. Verður skýrsla unnin upp úr svörunum.
c. Greint frá fundi með fjölmiðlafólki sem haldinn var 9. mars sl. í félags- og tryggingamálaráðuneyti. Þar mættu Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, Guðbjörg Hildur Kolbeins, Háskóla Íslands, Anna Kristín Jónsdóttir RÚV, Elfa Ýr Gylfadóttir, frá menntamálaráðuneyti, Páll Ólafsson, úr stýrihópnum, auk Láru Björnsdóttur, Þorbjörns Guðmundsonar og Ingibjargar Broddadóttur. Var fjallað um samskipti vaktarinnar og fjölmiðla einkum hvað varðar áhrif þeirra á börn og viðkvæmt fólk. Samþykkt að funda aftur og fá Helgu Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa í félags- og tryggingamálaráðuneytinu til liðs við hópinn.

3. Skýrslur hópa
Formenn hópanna afhentu skýrslur þeirra og fóru yfir þær í meginatriðum, en eftir er að leggja síðustu hönd á nokkrar þeirra. Skýrslurnar munu leggja grunn að áfangaskýrslu stýrihópsins sem verður lögð fram á næsta fundi vaktarinnar að viku liðinni. Áfangaskýrslan verður síðan afhent félags- og tryggingamálaráðherra.

Næsti fundur verður föstudaginn 20. mars 2009 kl. 14.00–16.00.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta