Áfangaskýrsla velferðarvaktar
Velferðarvaktin hefur skilað félags- og tryggingamálaráðherra áfangaskýrslu með tillögum um ýmsar aðgerðir til að bæta stöðu þeirra hópa í samfélaginu sem talið er að þurfi helst aðstoðar við vegna efnahagsástandsins. Áfangaskýrslan byggir meðal annars á skýrslum sex vinnuhópa sem fjölluðu um eftirfarandi viðfangsefni: Börn, ungt fólk, þá sem standa höllum fæti, fjármál heimilanna, heilsufar og heilsugæslu og fólk án atvinnu. Tillögur hópsins spanna vítt svið og varða jafnt úrræði til að bregðast við fjárhagslegum vanda fólks eða félagslegum og heilsufarslegum afleiðingum kreppunnar.
- Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarainnar um velferðina (PDF) - mars 2009