Velferð íslenskra barna - sóknarfæri á umbrotatímum
Ráðstefnan Velferð íslenskra barna - sóknarfæri á umbrotatímum verður haldin 17. ágúst n.k. kl. 8:30 í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8. Ráðstefnan er öllum opin en skráningargjald er 2.500 kr.
Ráðstefnan er kjörinn vettvangur fyrir alla þá sem vilja fræðast um rannsóknir og reynslu annarra þjóða af þrengingum og leiðum til uppbyggingar. Annars vegar verður lögð áhersla á málefni barna og ungmenna og hinsvegar á tækifæri til menntunar og atvinnu til framtíðar.
- Á vefsíðu ráðstefnunnar eru nánari upplýsingar, dagskrá og skráningareyðublað.