Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ný stöðuskýrsla velferðarvaktarinnar

Stýrihópur velferðavaktarinnar hefur lagt fram aðra stöðuskýrslu sína. Skýrslan er sett upp með sama hætti og fyrsta skýrsla stýrihópsins sem birt var í mars síðast liðnum. Skýrslan byggir meðal annars á skýrslum vinnuhópa velferðarvaktarinnar og eru þær skýrslur einnig aðgengilegar á vefslóð vaktarinnar. Tillögur stýrihópsins lúta einkum að endurbótum á miðlun upplýsinga til almennings og aðgerðum til að styrkja vinnumiðlun svo koma megi í veg fyrir langtímaatvinnuleysi, en júlí síðast liðnum voru langtímaatvinnulausir 47% allra á atvinnuleysiskrá og ungt fólk 16 til 24 ára var 19% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Einnig er lagt til að stjórnvöld gefi út með skýrum hætti hvort frekar verði komið til móts við fólk i greiðsluvanda vegna gengistryggðra íbúðalána og að stjórnvöld komi fram með úrræði fyrir fólk i greiðsluvanda vegna bílalána í erlendri mynt. Í öllu starfi stýrihópsins er áfram lögð áhersla á að barnafjölskyldur og að þeim sem veikast standa í samfélaginu verði veitt raunhæf aðstoð.

Tenging frá vef ráðuneytisins Skýrslur velferðarvaktarinnar



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta