Hoppa yfir valmynd
18. september 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 18. september

Vinnufundur

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Björn Ragnar Björnsson, tiln. af fjármálaráðuneyti, Jakobína Þórðardóttir (JÞ), frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Guðrún Björk Bjarnadóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins, , Héðinn Unnsteinsson (HU), tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Anna Guðrún Björnsdóttir, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af viðskiptaráðuneyti, Valgerður Halldórsdóttir frá Bandalagi háskólamanna, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Stefán Stefánsson tiln. af menntamálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir tiln. af Reykjavíkurborg, Vilborg Oddsdóttir tiln. af Biskusstofu og starfsmennirnir Þorbjörn Guðmundsson og Ingibjörg Broddadóttir. Fundarstjórn annaðist Margrét Erlendsdóttir, sérfræðingur í félags- og tryggingamálaráðuneyti.

1. Upphafsorð

Lára bauð fólk velkomið til fyrsta starfsdags vaktarinnar og greindi frá markmiðum dagsins, sem væru einkum að skipuleggja störf velferðarvaktarinnar í vetur þannig að störf hennar nýtist stjórnvöldum, stofnunum, sveitarfélögum og öðrum sem vinna að velferðarmálum sem best. Lára greindi enn fremur frá fundi sem hún og Ingibjörg áttu með félags- og tryggingamálaráðherra og ráðuneytisstjóra 10. september sl. þar sem farið var yfir 2. stöðuskýrslu vaktarinnar. Margrét tók síðan við fundarstjórn.

Margrét greindi frá verklagi dagsins, sbr. dagskrá sem fylgir hér með. Unnið var í þremur hópum:
1. hópur: Guðrún Björk formaður, Vilborg ritari, Sigurrós, Lára og Héðinn.
2. hópur: Kristján formaður, Margrét ritari, Þorbjörn og Valgerður.
3. hópur: Stella formaður, Stefán ritari, Ingibjörg, Guðríður og Jakobína.

2. Niðurstöður starfsdagsins

  • Hlutverk velferðarvaktarinnar þegar fram í sækir er ekki nógu skýrt, einkum hvað varðar úrvinnslu og eftirfylgni tillagna.
  • Velferðarvaktin óski eftir nýju umboði frá félags- og tryggingamálaráðherra. og leggi fram tillögu að nýju skipunarbréfi.
  • Velferðarvaktin skoði sérstaklega með hvaða hætti hún verði sýnilegri og komi niðurstöðum sínum frá sér með skipulögðum og markvissum hætti.
    - Upplýsingafulltrúi félags- og tryggingamálaráðuneytis sitji fundi stýrihópsins.
    - Unnið verði markvisst að því að tilteknar ákvarðanir/niðurstöður vaktarinnar verði settar í fréttabúning.
    - Skiptar skoðanir á því að bjóða fjölmiðlafólki sæti í stýrihópnum.
  • Vinnuhóparnir sinni afmörkuðum verkefnum og nýir hópar stofnaðir í kringum þau ef þörf krefur í samræmi við ákvörðun stýrihópsins hverju sinni. Hóparnir hafi eftir sem áður svigrúm til að vinna að öðrum verkefnum.
  • Vinnulagið og samstarfið í stýrihópnum hefur reynst vel. Vaktin vinni áfram að þeim verkefnum sem hún hefur þegar lagt grunn að og fylgi þeim eftir ásamt nýjum verkefnum.
  • Farið verði skipulega yfir vefsvæði vaktarinnar. Hverjum á það að gagnast?
  • Efla samstarf við Vinnumálastofnun og fá forstjórann í stýrihópinn.
  • Börn og ungt fólk verði áfram í brennidepli vaktarinnar.
  • Halda samráðsfund með lykilfólki varðandi virkni fólks í atvinnuleit.

3. Innra starf vaktarinnar

  • Meðlimir kalli sjálfir til varamenn eftir þörfum.
  • Fundir stýrihóps verði áfram 2. hverja viku.
  • Sérfræðingar verði kallaðir á fundi eftir þörfum.
  • Gagnasöfnun baklandsins verði miðlað út til hópsins.
  • Meðilmir kynni vaktina í sínu baklandi og út á við.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.


Fylgiskjal

Starfsdagur velferðarvaktarinnar, 18.09.2009
Haldinn hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni 30

Starfsdagurinn fer fram í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 og stendur frá kl. 08:30-12:00. Fundarstjóri er Margrét Erlendsdóttir. Boðið er upp á hádegisverð að vinnu lokinni kl. 12:15.

Markmið: Markmiðið er að skipuleggja störf velferðarvaktarinnar í vetur þannig að störf hennar nýtist stjórnvöldum og öðrum sem vinna að velferðarmálum við ákvarðanatöku, hvort sem um er að ræða vegna aðgerða til að bregðast við brýnum málum eða stefnumótun til lengri tíma.

Fyrirkomulag: Tvö meginefni verða til umfjöllunar og verða þau rædd í þremur umræðuhópum. Fyrri hluta fundarins verður rætt um hvernig vinnufyrirkomulag velferðarvaktarinnar hefur reynst, hvað hefur gengið vel og hverju ætti að breyta. Einnig verður rætt að hvaða marki velferðarvaktin eigi að beita sér á opinberum vettvangi og hvernig hún eigi að kynna störf sín og áherslur gagnvart stjórnvöldum og almenningi. Síðari hluta fundarins verður rætt um hver eigi að vera helstu viðfangsefni velferðarvaktarinnar í vetur og hvernig vinnunni skuli háttað. Að loknum umræðum kynna formenn hópanna helstu niðurstöður sínar. (Sjá umræðupunkta hér að neðan).

Dagskrá vinnufundar

8:30-08:45
Upphafsorð Láru Björnsdóttur, formanns velferðarvaktarinnar.

8:45-10:00
Umræður í hópum: Hvernig hefur vinnufyrirkomulag velferðarvaktarinnar reynst, hvað hefur gengið vel og hverju ætti að breyta? Eru vinnuhóparnir góð leið til að ná árangri? Skarast verkefni þeirra, þarf að breyta þeim? Eiga störf velferðarvaktarinnar að vera sýnileg út á við eða snýr vinna hennar fyrst og fremst að því að upplýsa stjórnvöld og koma tillögum og ábendingum á framfæri við þau? Hvernig á að kynna störf velferðarvaktarinnar, upplýsingar, ábendingar og tillögur gagnvart stjórnvöldum annars vegar og gagnvart almenningi hins vegar?

10:00-10:30 
Kaffi, niðurstöður hópanna kynntar og umræður um þær.

10:30-11:30 
Umræður í hópum: Hver eiga að vera helstu viðfangsefni velferðarvaktarinnar í vetur og hvernig á að haga vinnunni.

11:30-12:00 
Niðurstöður hópanna kynntar og umræður um þær.

12:15-13:00 
Hádegisverður á veitingastaðnum Maður lifandi.


Umræðupunktar

Fyrri hluti:

  • Hvernig hefur vinnufyrirkomulag vaktarinnar reynst?
  • Hvað hefur gengið vel? Hverju ætti að breyta?
  • Eru vinnuhóparnir góð leið til að ná árangri?
  • Er þörf á nýjum hópum?
  • Skarast verkefni hópanna?
  • Er sveigjanleikinn varðandi þátttöku fólks í vinnuhópunum nægur eða er hann of mikill?
  • Hvernig á að nýta störf velferðarvaktarinnar?
  • Hverjum eiga störf velferðarvaktarinnar að nýtast og hvernig?
  • Hversu sýnileg eiga störf velferðarvaktarinnar að vera út á við, að hvaða leyti og hvers vegna – eða hvers vegna ekki?
  • Hvaða leiðir eru árangursríkastar til að gera störf velferðarvaktarinnar sýnileg út á við?

Seinni hluti:

  • Að hvaða verkefnum á velferðarvaktin að vinna í vetur?
  • Hvernig á að skipuleggja vinnuna?


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta