Aukið eftirlit landlæknis vegna efnahagsþrenginga
Landlæknisembættið hefur gripið til sérstakra ráðstafana til að fylgjast með áhrifum efnahagsþrenginga á heilsu og velferð landsmanna og aðgerða þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu. Í nýrri skýrslu embættisins er fjallað um hvernig staðið verður að auknu eftirliti með heilbrigðisþjónustu sem sé mjög brýnt þar sem sparnaðarkröfur vegna efnahagsþrenginga geti ógnað öryggi og gæðum þjónustunnar.