Hoppa yfir valmynd
23. mars 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 23. mars 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Eiríkur Jónsson, tiln. af KÍ, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Héðinn Unnsteinsson frá heilbrigðisráðuneyti, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af viðskiptaráðuneyti, Rafn Sigurðsson, tiln. af fjármálaráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tiln., Þorbjörn Guðmundsson, Ingibjörg Broddadóttir og Margrét Erlendsdóttir.

Fundinn sat einnig Hanna Björnsdóttir, nemi í félagsráðgjöf, hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

1. Fundargerð 25. fundar
Fundargerðin var samþykkt.

2. Skuldavandi heimilanna – aðgerðir stjórnvalda – kynning á frumvörpum

 Á fundinn komu Áslaug Árnadóttir hdl. og Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Ásta greindi frá starfi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, hvernig starfsemi hefði breyst í kjölfar efnahagshrunsins, með hvaða hætti stofan aðstoðar fólk og hver séu brýnustu úrlausnarefnin.

Áslaug kynnti tvö frumvörp, annars vegar til laga um greiðsluaðlögun einstaklinga og hins vegar til laga um umboðsmann skuldara.

Glærur frá báðum fyrirlestrum verða settar á vefslóð velferðarvaktarinnar.

Niðurstaða umræðna sem urðu í framhaldi af kynningu var eftirfarandi:

  • Það er brýnt að sett verði neysluviðmið hér á landi. Samþykkt að vaktin fái til sín sérfræðinga á þessu sviði innan skamms.
  • Kannað verði af óháðum aðilum hvernig úrræðin sem fólki hefur staðið til boða hingað til hafa reynst. Hvernig hefur því fólki vegnað?
  • Tilraun verði gerð til að ná til fjölmiðla um að þeir verði með reglubundna kynningu á úrræðum sem standa fólki til boða á máli sem fólkið í landinu skilur.

3. Tillaga frá vinnuhópi um samræmingu hjá þriðja geiranum

Kristján Sturluson dreifði blaði með tillögu að stofnun miðstöðvar sem safni saman og veiti upplýsingar um sjálfboðið starf í samfélaginu. Nánar verður fjallað um tillöguna á næsta fundi vaktarinnar.

4. Önnur mál

Héðinn Unnsteinsson kynnti fyrirhugaðan fund heilbrigðisráðherra með fulltrúum um það bil 100 samtaka notenda og aðstandenda í heilbrigðisþjónustu á Grand hóteli 24. mars. Ráðherra mun svara fyrirspurnum.

Valgerður Halldórsdóttir benti á að styrktarsjóðir stéttarfélaganna hafi mismunandi reglur um aðstoð og var rætt um nauðsyn þess að kortleggja þetta hjá öllum stéttarfélögunum.

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 6. apríl 2010, kl. 14.00–16.00.

Fundargerð skráði Ingibjörg Broddadóttir.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta