Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Bréf til alþingismannanna

29. júní 2010

Alþingi hafi velferð þeirra sem veikast standa í brennidepli

Velferðarvaktin hefur í vetur fjallað sérstaklega um aðstæður þeirra sem stóðu höllum fæti fyrir kreppu og standa margir þeirra enn verr í dag. Á fundi velferðarvaktarinnar, 15. júní sl., var fjallað um stöðu lífeyrisþega á tímum efnahagsþrenginga. Gestir fundarins voru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara í Reykjavík, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar. Félags- og tryggingamálaráðherra sat fyrri hluta fundarins. Umræður á fundinum voru málefnalegar og var rætt um forgangsröðun brýnna verkefna sem stjórnvöld þurfa að takast á hendur. Ekki var einungis fjallað um stöðu lífeyrisþega heldur stöðu heimila og fjölskyldna í öllu samfélaginu og hversu mikilvægt það væri að horfa á forgangsröðunina út frá samfélaginu í heild.

Á fundinum kom það sjónarmið fram að umræðan á Alþingi í dag endurspegli ekki ástandið í samfélaginu og þær alvarlegu afleiðingar sem efnahagshrunið hefur haft á aðstæður fólksins í landinu. Áherslur séu ekki í samræmi við þann vanda sem blasi við mörgum heimilum. Á fundinum var samþykkt að skora á alþingismenn að beina sjónum sínum og umræðunni á Alþingi að velferð þeirra sem veikastir standa og horfa heildstætt og málefnalega á fjármál ríkisins þannig að skynsamleg forgangsröðun verði möguleg.

Með góðri kveðju,

Lára Björnsdóttir
formaður velferðarvaktarinnar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta