Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 24. ágúst 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Gissur Pétursson, án tilnefningar, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Guðrún Björk Bjarnadóttir tiln. af SA, Gyða Hjartardóttir, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stefán Stefánsson, tiln af menntamálaráðuneyti, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln. af RKÍ, Rafn Sigurðsson, tiln af fjármálaráðuneyti, Ellý A. Þorsteinsdóttir, varamaður Stellu K. Víðisdóttur, tiln. af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tilnefningar, Þorbjörn Guðmundsson og Ingibjörg Broddadóttir. 

1. Fundargerðir

Fundargerð 31. fundar samþykkt.

Fundargerð 32. fundar samþykkt.

2. Sumarverkefni velferðarvaktarinnar

Félags- og tryggingamálaráðuneytið réð starfsmenn í tiltekin verkefni síðastliðið sumar í gegnum átak Vinnumálastofnunar til að ráða námsmenn og atvinnulausa til starfa. Velferðarvaktin fékk tækifæri til að ráða þrjá starfsmenn í tvo mánuði til að vinna að tveimur verkefnum:

Tinna Björg Sigurðardóttir var ráðin til að gera úttekt á þjónustu sveitarfélaganna við börn og barnafjölskyldur og kynnti hún framkvæmd könnunarinnar sem var fyrst og fremst unnin út frá gögnum af vefsvæðum sveitarfélaganna. Könnuð voru þau 33 sveitafélög sem hafa 1.000 íbúa og fleiri. Niðurstöður verða kynntar síðar.

IB greindi frá könnun sem ber heitið Raddir barna 2010. Þetta er megindleg rannsókn/viðtalskönnun þar sem rætt var við átta börn um viðhorf þeirra til kreppunnar og umræðunnar um hana í samfélaginu. Tveir starfsmenn (Hjördís Inga Guðmundsdóttir og María Sigmundsdóttir) tóku viðtölin og hafa lagt fram drög að skýrslu sem verður nánar kynnt síðar. Í framhaldi spunnust umræður um aðstæður barna og fjölskyldna í landinu. Bent var á að félagsráðgjafar yrðu mun meira varir við fátækt en áður, 20–30 ára einstaklingar sem kæmust ekki inn á vinnumarkaðinn væru í mikilli áhættu og ljóst væri að mikill munur væri á aðstæðum sex ára barna sem væru að hefja grunnskólanám, svo dæmi séu nefnd. Lára lagði áherslu á að velferðarvaktin verði samhliða því að beina sjónum sínum að þeim börnum sem veikast standa, að horfa til almennra aðgerða í þágu barna í landinu.

3. Vetrarstarfið

Ályktun um skólastarfið í upphafi vetrar.Samþykkt að velferðarvaktin sendi frá sér ályktun sem meðal annars minni sveitarstjórnir á að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs, að gætt yrði hófs í kröfum um kaup á skólavörum og um skort á starfsfólki á frístundaheimilum.

Enn fremur var eftirfarandi rætt og lagt til að:

a.      Beina því til sveitarfélaga að standa áfram vaktina gagnvart grunnþjónustunni við fjárlagavinnunna 2011 og nota svigrúm og efla grunnþjónustuna ef tækifæri gefast og spara á öðrum stöðum. Rýna einnig í fjárlagagerð ríkisins með sama hætti.

b. Halda áfram vinnunni við að skilgreina grunnþjónustuna og að velferðarvaktin fái tækifæri til að hafa áhrif á það starf sem nú fer fram við að útbúa neysluviðmið.

c.  Kanna hvernig ríki og sveitarfélögum gengur að vinna saman við að efla grunnþjónustuna.

d. Gæta þess að hafa samfellu í starfi velferðarvaktarinnar og að hún fylgi eftir því góða sem hún staðið fyrir (oft í formi átaks) og leitist við að tryggja að það festist í sessi.

e. Halda áfram að hafa börn og ungmenni í brennidepli.

f.   Halda áfram á leggja áherslu á stöðu þeirra sem stóðu höllum fæti fyrir kreppu og standa enn verr í dag. Hjá Reykjavíkurborg hefur fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð lengur en sex mánuði fjölgað verulega: Það er meiri fátækt, vörur eru dýrari en grunnfjárhæðin er sú sama 125.000 kr. á mánuði.

g.  Tímabært væri að leggja aftur fram skýrslu nú þegar tvö ár eru liðin frá efnhagshruninu og vaktin orðin eins og hálfs árs.

h.  Afla upplýsinga um stöðu kvenna í ljósi kreppunnar og horfa á fjölskylduna í heild.

i.   Skoða stöðu heilsugæslunnar. Bent var á að tveggja vikna bið er eftir heimilislæknum um þessar mundir á höfuðborgarsvæðinu.

j.   Að huga að erlendum ríkisborgurum, sem fjölgar á atvinnuleysisskrá, en atvinnuleysi er nú eins og hefðbundið atvinnuleysi birtist og eru um það bil 13.000 manns á atvinnuleysisskrá. Vinnumálastofnun horfir nú sérstaklega til langtímaatvinnulausra (tólf mánuðir og lengur) og hefur ýtt úr vör átaksverkefninu ÞOR (þekking og reynsla)

k.  Að viðhalda og efla samstarfið við þriðja geirann, sem er mjög öflugur og hefur lagt margt gott af mörkum.

Samþykkt að halda vinnufund um vetrarstarfið að fjórum vikum liðnum þann 21. september  nk.

4. Önnur mál

Guðrún Björk Bjarnadóttir tilkynnti að hún muni hætta störfum hjá Samtökum atvinnulífsins innan skamms og myndi nýr fulltrúi samtakanna taka við hennar hlutverki í velferðarvaktinni. Guðrún þakkaði samstarfið. Formaður velferðarvaktarinnar þakkaði gott framlag Guðrúnar í starfi velferðarvaktarinnar og óskaði henni góðs gengis á nýjum vettvangi. Einnig kom fram á Héðinn Unnsteinsson hefur fært sig um set og starfar nú forsætisráðuneyti. Óska þarf því nýrra tilnefninga frá heilbrigðisráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins.

Næsti fundur verður haldinn 7. september nk.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta