Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundað á Suðurnesjum um skuldavanda heimilanna

Velferðarvaktin átti fund með lykilaðilum á Suðurnesjum um skuldavanda heimilanna á svæðinu, miðvikudaginn 13. október 2010. Meðal annars var rætt um atvinnumál unga fólksins, aukið álag á félagsþjónustuna og fjölgun íbúða sem fara nauðungarsölu.

Í framhaldi af fundinum voru tillögur að aðgerðum á svæðinu kynntar félags- og tryggingamálaráðherra


Tillögur frá fundi velferðarvaktarinnar 13. október 2010 með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fleiri aðilum á svæðinu

Í framhaldi af fundi á vegum Velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum 13. október 2010 um úrræði vegna skuldavanda heimilanna á Suðurnesjum og mikils atvinnuleysis eru eftirfarandi tillögur lagðar fram. Fundað var með sveitarstjórum Reykjanesbæjar, Sandgerðis, Garðs og  Grindavíkur, félagsmálastjórum sveitarfélaganna, sýslumanninum á Suðurnesjum, tveimur sóknarprestum og fulltrúum frá Verkalýðs og sjómannafélagi  Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafélagi Suðurnesja, Félagi iðn- og tæknifólks, Starfsmannafélagi Reykjanesbæjar, Rauðakrossdeild Suðurnesja, Vinnumálastofnun, Íbúðalánasjóði og sóknarprestar á Suðurnesjum.

  1. Ríkisstjórnin leggi fram fjármagn til að ráðinn verði starfsmaður/verkefnisstjóri sem haldi utan formlegt samstarf sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga á sviði velferðarmála í sveitarfélaginu. Verkefnisstjórn skipuð lykilfólki frá sveitarfélögunum og fulltrúum Vinnumálastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Umboðsmanns skuldara myndar samráðshóp sem vinnur með verkefnisstjóranum. Velferðarvaktin verði verkefnisstjórn og verkefnisstjóra til ráðgjafar og haldi utan um verkefnið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar/félags- og tryggingamálaráðherra. Verkefnið er hugsað sem fyrirmyndar verkefni sem önnur svæði gætu síðar ýtt úr vör. Verkefnisstjórinn myndi vinna að liðum  2, 4 og 6 hér að neðan.
  2. Vinnumarkaðsúrræði verði endurskoðuð á þann hátt að boðið verði upp á fleiri langtímaúrræði með áherslu á starfsnám og starfsþjálfun. Þetta yrði tilraunaverkefni m.a. fyrir ungmenni á Suðurnesjum. Einnig verði kannað hvort þeir sem hafa verið á atvinnuleysisbótum í ákveðinn tíma geti stundað formlegt nám á framhalds- eða háskólastigi og haldið áfram að fá greiddar atvinnuleysisbætur meðan á námi stendur í tiltekinn tíma. Horft verði til framkvæmdar á Norðurlöndum, einkum Svíþjóð.
  3. Hámarkstímabil greiðslu bóta úr atvinnuleysistryggingasjóði verði lengt úr þremur árum í  fimm ár.
  4. Fræðsla um úrræði til handa fjölskyldum í skuldavanda á Suðurnesjum verði efld til muna. Starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaganna og öðrum sem veita fólki ráðgjöf verði veitt sérstök skipulögð fræðsla. 
  5. Umboðsmaður skuldara fái aðstöðu á Suðurnesjum og taki þar á móti fólki sem þarf á þjónustu embættisins að halda. Til að byrja með þarf að setja tvo starfsmenn  í verkið þar sem nauðungasölur eru hlutfallslega mjög margar á Suðurnesjum m.a. tífalt fleiri en á höfuðborgarsvæðinu.
  6. Eftirtaldar ríkisstofnanir leggi svæðinu aukið lið, umfram það sem hefðbundið er: Vinnumálastofnun, Íbúðalánasjóður, Umboðsmaður skuldara og Byggðastofnun.
  7. Rannsókn verði gerð á orsökum nauðungarsala á Suðurnesjum í samræmi við tillögu sýslumannsins í Keflavík.

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta