Hoppa yfir valmynd
14. desember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 14. desember 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Lovísa Ósk Þrastardóttir, varamaður Ástu Sigrúnar Helgadóttur, án tiln., Einar Jón Ólafsson, til. af heilbrigðisráðuneyti, Eiríkur Jónsson, tiln. af KÍ, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Guðrún Eyjólfsdóttir, tiln. af SA, Gyða Hjartardóttir, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln af RKÍ, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af menntamálaráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tilnefningar, Þorbjörn Guðmundsson og Ingibjörg Broddadóttir.

1. Fundargerð
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2. Aðgerðir vegna skuldavanda heimila
Þorbjörn Guðmundsson kynnti efni viljayfirlýsingar frá 3. desember sl. Um er ræða samkomulag ríkisstjórnarinnar við lánastofnanir og lífeyrissjóði um víðtækar aðgerðir vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna. Kynningu Þorbjarnar má sjá vefsvæði velferðarvaktarinnar*.

Í framhaldi var fjallað nánar um aðgerðirnar og kom meðal annars fram að fyrirhugað er að setja verklagsreglur um nánari framkvæmd aðgerðanna. Einnig var rætt um hvort þessar aðgerðir séu nægar til að leysa vanda sem flestra, en svarið ræðst reynd einnig af því hvernig efnahagslífinu reiðir af á næstu misserum í landinu.

Samþykkt var að velferðarvaktin skori á stjórnvöld, lánastofnanir og lífeyrissjóði að þau kynni aðgerðirnar með þeim hætti að þær séu öllum skiljanlegar með áherslu á að hér sé um raunverulegar úrbætur að ræða fyrir heimili sem eru í skulda- og greiðsluvanda. Aðgerðirnar og verklagsreglurnar verða að vera skýrar og aðgengilegar öllum og mikilvægt að aðilar samkomulagsins fari í sameiginlegt kynningarátak um leið og verklagsreglurnar hafa verið settar. Einnig var rætt um hvort setja ætti upp reiknivél í þeim tilgangi að auðvelda fólki að átta sig á stöðu sinni og hvernig aðgerðirnar geti komið hverju og einu heimili að gagni.

3. Önnur mál

  • Upplýst var að ríkisstjórnin fjallaði, þann 3. desember sl., um bráðavanda barna sem ekki njóta tannheilbrigðisþjónustu sökum fátæktar eða annarra alvarlegra félagslegra aðstæðna og var rætt um að ríkisstjórnin leggi fram fjármagn til að tryggja þessum börnum nauðsynlega tannheilbrigðisþjónustu.
  • Greint var frá því að stofnaður hefur verið starfshópur um velferðarmál á Suðurnesjum í samræmi við óskir heimamanna með liðsauka frá velferðarvaktinni og félags- og tryggingamálaráðuneyti. Ingibjörg Broddadóttir verður formaður samstarfshópsins. Búið er að auglýsa eftir verkefnastjóra.
  • Gunnar Rafn Sigurbjörnsson dreifði skýrslu stýrihóps vegna vanlíðunar og sjálfsvíga ungs fólks í Hafnarfirði**.

 

Fundagerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir

http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/32497
**http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/32505

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta