Samstarfshópur um velferðarmál á Suðurnesjum
Stofnaður hefur verið samstarfshópur um velferðarmál á Suðurnesjum. Hópurinn starfar á vegum velferðarvaktarinnar og var settur á laggirnar í samræmi við óskir Suðurnesjamanna um aðstoð við að efla samstarf sveitarfélaganna á svæðinu um velferðarmál. Þessi ósk var sett fram á fundi velferðarvaktarinnar með Suðurnesjamönnum 13. október sl.
Meginverkefni samstarfshópsins er að styrkja samstarf ekki einungis milli sveitarfélaganna heldur einnig milli ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka með það að markmiði að styrkja svæðið í heild. Meðal verkefna framundan er kortlagning með tilliti til styrkleika og helstu þarfa svæðisins, stefnumótum og gerð framkvæmdaáætlunar.
Í hópnum situr fjölbreyttur hópur lykilfólks á Suðurnesjum þar á meðal allir félagsmálastjórar svæðisins, fulltrúar frá verkalýðshreyfingunni og Rauða krossinum og fulltrúar sex ríkisstofnana, fulltrúi kirkjunnar og skólameistari Fjölbrautarskólans. Nýráðinn verkefnisstjóri er Lovísa Lilliendahl en formaður hópsins er Ingibjörg Broddadóttir deildarstjóri í velferðarráðuneyti.
Samstarfshópur um velferð á Suðurnesjum
Desember 2010
- Ingibjörg Broddadóttir, fulltrúi velferðarvaktarinnar og velferðarráðuneytis formaður,
- Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri, Reykjanesbær,
- Nökkvi Már Jónsson, félagsmálastjóri, Grindavík,
- Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri, Sandgerði, Garður, Vogar,
- Linda Ásgrímsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vinnumálastofnun,
- Ingvar Georgsson, RKÍ Suðurnesjadeild,
- Þórólfur Halldórsson, sýslumaður - Sýslumaðurinn í Keflavík,
- Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli,
- Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja,
- Guðrún Sigurðardóttir verkefnisstjóri, Umboðsmaður skuldara,
- Sara Dögg Gylfadóttir, félagsráðgjafi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
- Einar Jón Ólafsson hagfræðingur, fulltrúi velferðarráðuneytis í velferðarvaktinni,
- Kristján Ásmundsson skólameistari, Fjölbrautarskóli Suðurnesja,
- Egill Heiðar Gíslason, Íbúðalánasjóður,
- Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri.