Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 12. apríl 2011

Fundargerð 49. fundar, haldinn hjá Öryrkjabandalagi Íslands, Hátúni 10 í Reykjavík þriðjudaginn 12. apríl 2011, kl. 14.00–16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Einar Jón Ólafsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Gyða Hjartardóttir, varamaður Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln. af RKÍ, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Védís Grönvöld, varamaður Ragnheiðar Bóasdóttur, tiln. af menntamálaráðuneyti, Hugrún Hjaltadóttir, varamaður Þórhildar Þorleifsdóttur, tiln. af félags- og tryggingamálaráðherra, Þorbjörn Guðmundsson, Ingibjörg Broddadóttir og Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri samstarfsverkefnis velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum.

1. Fundargerð

Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

2. Kynning á drögum um félagsvísa

Margrét Sæmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir kynntu drög að félagsvísum. Þetta verk hefur verið í umsjón vinnuhóps velferðarvaktarinnar um félagsvísa sem hefur skipt með sér verkum í sex undirhópum sem hafa meðal annars fjallað um eftirtalin viðfangsefni: Afkomu, félags- og menntaþætti, fjármál heimilanna, heilbrigðismál, lýðfræði og vinnumarkað. Félagsvísarnir eru settir upp út frá eftirtöldum mælistikum eða viðviðum: Jöfnuði, sjálfbærni, heilbrigði og samheldni. Þær MS og SJ kynntu frágang vísanna og fjölda taflna sem unnar hafa verið, en enn er eftir að fylla betur út í töflurnar. Þetta er viðamikið verk sem á að geta gefið mynd af stöðu velferðar í landinu á hverjum tíma og í samanburði við OECD-löndin.

Mjög margir hafa lagt hönd á plóg við gerð vísanna, meðal annars fulltrúar frá Hagstofu Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Félagsvísindastofnun HÍ, Velferðarsviði Reykjavíkur, Barnaverndarstofu, Ríkislögreglustjóra, Rannsóknum og greiningu, ASÍ, landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun, ríkisskattstjóra og Umboðsmanni skuldara. Enn fremur hefur sérstakur rýnihópur sérfræðinga úr háskólasamfélaginu farið yfir verkefnið með félagsvísahópnum.

Gert er ráð fyrir að vinnu félagsvísahópsins ljúki í maí næstkomandi, en taka þarf ákvörðun innan skamms um hvar eigi að vista vísana í framhaldinu. Forsenda þess að þetta mikla verk komi að notum er að því sé vel viðhaldið. Óskar stýrihópur velferðarvaktarinnar eftir tillögum frá félagsvísahópnum um hvar heppilegast verði að vista félagsvísana.

Kynning á félagsvísum: http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/32744
Nöfn þátttakenda í vinnuhópum um félagsvísa: http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/hopastarf

Næsti fundur velferðarvaktarinnar verður haldinn 17. maí næstkomandi í velferðarráðuneytinu.

Fundagerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta