Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áfangaskýrsla velferðarvaktar kynnt í ríkisstjórn

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti nýja áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í skýrslunni eru ýmsar upplýsingar um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar efnahagskreppunnar og ábendingar velferðarvaktarinnar til stjórnvalda um úrbætur á ýmsum sviðum. 

Tillögur velferðarvaktarinnar til stjórnvalda varða aðstæður barna og barnafjölskyldna, ungmenni, skóla og atvinnumál, skuldavanda heimilanna og vinnumarkaðsúrræði.

Guðbjartur segir mikla vinnu liggja í skýrslu velferðarvaktarinnar. Upplýsingar sem þar komi fram séu mikils virði fyrir stjórnvöld og sömuleiðis tillögur og ábendingar um úrbætur: „Í velferðarvaktinni situr fjöldi fólks frá ráðuneytum, opinberum stofnunum, sveitarfélögum og félagasamtökum með víðtæka þekkingu og yfirsýn yfir aðstæður þeirra hópa í samfélaginu sem þarf sérstaklega að gæta að vegna félagslegra og fjárhagslegra afleiðinga efnahagskreppunnar.“ Guðbjartur segir að ábendingar og tillögur sem velferðarvaktin setur fram í skýrslu sinni verði nú teknar til frekari umfjöllunar og unnið úr þeim eftir því sem efni standa til, meðal annars með hliðsjón af kostnaði og forgangsröðun verkefna.

Velferðarvaktin er óháður álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunasamtaka.

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta