Hoppa yfir valmynd
29. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Almannatryggingakerfið og endurskoðun þess

Ágúst Þór Sigurðsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, gerði grein fyrir uppbyggingu almannatryggingakerfisins og vinnu við endurskoðun þess sem nú stendur yfir á fundi velferðarvaktarinnar nýlega. Glærur frá kynningu Ágústs Þórs eru aðgengilegar hér.

Starfshópur á vegum velferðarráðherra hefur unnið að endurskoðun almannatryggingalaga frá því að hann var skipaður í apríl 2011. Hlutverk hópsins er að taka afstöðu til tiltekinna valkosta eða leiða sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að ljúka við gerð nýs frumvarps til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga sem unnið hefur verið að í velferðarráðuneytinu um alllangt skeið.

Ágúst Þór gerði á fundi velferðarvaktarinnar grein fyrir uppbyggingu núgildandi kerfis, samspili bóta, atvinnutekna, fjármagnstekna og lífeyristekna og sýndi ýmis dæmi með upplýsingum um fjárhæðir og bótarétt.  Jafnframt fór hann yfir hugmyndafræðina að baki nýrri löggjöf, markmiðum og framtíðarsýn.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta