Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 12. febrúar 2013

Fundargerð 78. fundar, haldinn hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þriðjudaginn 12. febrúar 2013, kl. 14.00 – 16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Ingibjörg Broddadóttir, velferðarráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Garðar Hilmarsson, tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Björg Bjarnadóttir, tiln. af Kennarasambandi Íslands, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu ásamt Sædísi Arnardóttur, félagsráðgjafarnema hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, Hugrún R. Hjaltadóttir, varamaður Þórhildar Þorleifsdóttur, án tiln., Elín Rósa Finnbogadóttir, varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Gyða Hjartardóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ellý A. Þorsteinsdóttir varamaður Stellu K. Víðisdóttur, tiln. af Reykjavíkurborg, Salbjörg Bjarnadóttir varamaður Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi, Svanborg Sigmarsdóttir varamaður Ástu S. Helgadóttur Umboðsmanns skuldara, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu og Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, velferðarráðuneyti.

Fundur settur og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu boðin velkomin til starfa í stýrihóp velferðarvaktarinnar.

Fundargerð

Farið yfir fundargerð 77. fundar og hún samþykkt.

Mannréttindamál

a) Lára Björnsdóttir sagði frá fundi í Strasbourg sem hún tók þátt í sem formaður Velferðarvaktarinnar þann 19. nóvember 2012 hjá Mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins.  Á fundinum var fjallað var um stöðu berskjaldaðra hópa í kjölfar efnahagskreppunnar í Evrópu.  Hér má lesa frásögn Láru og samantekt um efni fundarins á ensku http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/33745

b) Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sagði frá stöðu mannréttindamála á Íslandi.
Margrét dreifði eintaki ritsins Mannréttindi í þrengingum, eftir Aðalheiði Ámundadóttur og Rachael Lorna Johnstone. -
Margrét  ræddi enn fremur þingsályktunartillögu um Landsáætlun í mannréttindamálum sem verið væri að leggja fram í þinginu og fór yfir meginatriði hennar.  Hún benti á að mikilvægt væri  að fá þverpólitíska samstöðu um þingsályktunina. Tryggja þarf réttindi án mismununar og mikilvægt að hafa gott samband og samráð við alla hagsmunaaðila. - Hún tók sem dæmi að þegar ákveðið hefur verið að skerða t.d. laun, lífeyri eða bætur verði að fylgja með í hversu langan tíma það er fyrirhugað og með hvaða hætti og hvenær slíkar skerðingar verði bættar.
Margrét sagði frá og lýsti störfum Mannréttindaskrifstofunnar, aðdraganda og stofnun hennar
og sagði frá helstu útgáfum og ritum sem skrifstofan hefur staðið fyrir.  Ef sett yrði upp innlend mannréttindastofnun yrði að tryggja henni fjármagn á fjárlögum.  Skrifstofan fær í dag 10 m.kr. styrk frá innanríkisráðuneyti, auk þess sem skrifstofan er með þjónustusamninga við utanríkis- og velferðarráðuneyti. Að baki skrifstofunnar standa 14 aðilar og samtök.  Margrét sagði einnig frá mannréttindamenntun og því hvernig farið sé með alþjóðlega sáttmála sem Ísland skrifar undir og nefndi  Barnasáttmálann sem var fullgiltur 1992 en mun líklega verða lögfestur fljótlega.

Önnur mál

Farið var yfir samþykktir frá síðasta fundi þar sem meðal annars var  ákveðið að fulltrúi frá innanríkisráðuneyti kynni Barnalögin á næsta fundi Velferðarvaktarinnar.

Fundi slitið kl. 16:00.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta