Hoppa yfir valmynd
4. júní 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 4. júní 2013

Fundargerð 85. fundar, haldinn hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þriðjudaginn 4. júní 2013, kl. 14.00 – 16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Ingibjörg Broddadóttir, velferðarráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir tiln. af Reykjavíkurborg, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi, Hrefna Óskarsdóttir varam. Guðríðar Ólafsdóttur tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Salbjörg Bjarnadóttir varam. Landlæknis, Björg Bjarnadóttir tiln. af Kennarasambandi Íslands, Unnar Stefánsson tiln. af Landssambandi aldraðra, Þórhildur Þorleifsdóttir tiln. af velferðarráðherra, Valgerður Halldórsdóttir tiln. af Bandalagi háskólamanna, Ragnheiður Bóasdóttir tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Gunnar R. Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ólafur Magnússon varam. Sigurrósar Kristinsdóttur tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Margrét Sæmundsdóttir tiln. af atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Margrét Steinarsdóttir, tiln. af Mannréttindaskrifstofu Íslands, Þorbjörn Guðmundsson starfsmaður og Lovísa Lilliendahl, velferðarráðuneyti og verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar.

Gestir: Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir félagsráðgjafi, Guðjón Bragason og Klara Finnbogadóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

1. Kynning á MA ritgerðinni „Frjáls er fjötralaus maður“

Ragnheiður L. Guðrúnardóttir kynnti niðurstöður ritgerðarinnar sem fjallar um lífskjör barnafjölskyldna í kjölfar efnahagshrunsins en barnafjölskyldur, einhleypir einstaklingar sem búa einir á heimili og aldurshópurinn 25 - 40 ára eru þeir hópar sem urðu fyrir hvað mestum neikvæðum áhrifum efnahagskreppunnar. Úrtakið var mjög stórt og byggði á fyrirliggjandi gögnum frá Hagstofunni, Capacent Gallup og Embætti landlæknis. Rannsóknin leiddi í ljós að:

  • Lífskjör barnafjölskyldna versnuðu í kjölfar efnahagshruns.
  • Lífskjör barnafjölskyldna voru verri fyrir hrun en lífskjör barnlausra og versnuðu þar að auki meira á árunum 2007-2011.
  • 29,2% barnafjölskyldna áttu í erfiðleikum með að ná endum saman árið 2007 í samanburði við 60,1% árið 2011.
  • Barnafjöldi og fjölskyldugerð hefur árhrif á fjárhagserfiðleika.
  • Tekjur spá ekki endilega fyrir um fjárhagserfiðleika.
  • Foreldrar í fjárhagserfiðleikum eru óhamingjusamari en aðrir.

Í umræðum kom meðal annars fram að mikilvægt væri að greina aðstæður einstæðra foreldra betur og sömuleiðis kyngreina þá í öllum rannsóknum og könnunum. Einnig var komið inn á lífsgæði fólks í greiðsluaðlögun og hvort það væri ekki tilefni til að gera rannsókn á skjólstæðingum Umboðsmanns skuldara þar sem langvarandi fjárhagsáhyggjur hafa veruleg áhrif á líðan fólks.  

Glærur Ragnheiðar: http://www.velferdarraduneyti.is/media/velferdarraduneyti-media/media/velferdarvakt09/Frjals-er-fjotralaus-madur_kynning.pdf

2. „Líðan þeirra sem eru með skerta starfsgetu og njóta framfærslu hjá Reykjavíkurborg“ - niðurstöður rannsóknar

Stella K. Víðisdóttir sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar kynnti niðurstöður rannsóknarinnar en að henni stóðu Nýsköpunarsjóður námsmanna og velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Stella greindi frá því að sá hópur sem skráður er með skerta starfsgetu hefur farið stækkandi í kjölfar efnahagshrunsins. Rannsóknin náði yfir þá sem höfðu þegið fjárhagsaðstoð í þrjá mánuði eða lengur. Hún er hinsvegar ekki alveg nógu marktæk en 71 af yfir 200 boðuðum tók þátt í rannsókninni. Rannsóknin gefur þó góðar vísbendingar um stöðu þessa hóps. Það hefur dregið úr fjárhagsaðstoð en þó ekki alveg í takt við minnkandi atvinnuleysi. Það situr eftir hópur sem verður sífellt þyngri og málin eru flóknari og erfiðari úrlausnar. Staðan hjá unga fólkinu er einnig áhyggjuefni. Ástæður óvinnufærni eru af ýmsum toga en mikið eru um áfengis- og vímuefnavanda, geðrænan vanda og fjölþættan vanda. 83% af hópnum sem tók þátt í rannsókninni fengu greiningu á sínum vanda og voru flestir með eina til sjö greiningar. Verkefnishópur vann úr niðurstöðum rannsóknarinnar og skilaði tillögum sem felast meðal annars í því að fara í markvissari ráðgjöf, sálfræðiráðgjöf, fjölga starfsfólki og auka samstarf við aðra aðila sem sérhæfa sig í að meðhöndla á þennan hóp.

Í umræðum kom fram að hluti af þessum hópi á ekki heima í þeim úrræðum sem standa til boða og ætti heldur að vera á örorkubótum. Þetta er veikur hópur sem þarf að greina mun betur. Það eru til úrræði sem virka vel eins og t.d. Atvinnutorgið sem sinnir þörfum unga hópsins. Bent var á Hringsjá og að koma þyrfti á fót fleiri sambærilegum úrræðum. Einnig var vakin athygli á því að þétta þyrfti stuðningsnet þeirra einstaklinga sem tilheyra þessum hópi.

3. Bæklingurinn „Býrð þú við ofbeldi“

Ingibjörg og Lovísa dreifðu bækling um heimilisofbeldi sem borinn verður inn á hvert heimili á Suðurnesjum. Bæklingurinn er hluti af árvekniverkefni gegn heimilisofbeldi og er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

4. Rammi að skýrslu Velferðarvaktarinnar og verkum skipt

Lára afhenti leiðbeiningar vegna fyrirhugaðrar skýrslu Velferðarvaktarinnar. Ákveðið var að hver hópur skilaði 1-2 blaðsíðna innleggi í skýrsluna. Skiladagur er 8. ágúst.

5. Önnur mál

  • Lára sagði frá fyrirhuguðum fundum í Árborg og á Akureyri.
  • Ingibjörg og Stella eru á leið til Dublin að kynna Velferðarvaktina á European Social Network.

 

Fundargerð ritaði Lovísa Lilliendahl.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta