Hoppa yfir valmynd
11. júní 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Árvekni gegn heimilisofbeldi

Býrð þú við ofbeldi? Þetta er yfirskrift bæklings sem dreift hefur verið í öll hús á Suðurnesjum með upplýsingum um birtingarmyndir heimilisofbeldis og hvar sé hægt að leita sér hjálpar. Gerð bæklingsins er hluti af árverkniverkefni Suðurnesjavaktarinnar sem tengist jafnframt áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum.

Öll sveitarfélög á Suðurnesjum standa saman að árvekniverkefninu gegn heimilisofbeldi sem hófst fyrir tilstilli Suðurnesjavaktarinnar. Verkefnishópur sem í sitja þrír félagsmálastjórar á svæðinu, fulltrúi lögregluembættisins á Suðurnesjum, fulltrúi heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar stóðu fyrir málþingi síðastliðið haust fyrir fagfólk sem starfar meðal annars með þolendum og gerendum heimilisofbeldis.

Lovísa Lilliendahl verkefnisstjóriÚtbúin var áætlun um aðgerðir og er útgáfa bæklingsins hluti af þeim segir Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar:  „...við töldum þörf á að taka saman öll úrræði sem eru til staðar og gera þau sýnileg í samfélaginu. Einnig er ætlunin að veita skólasamfélaginu meiri fræðslu varðandi þessi mál þar sem lögð verður áhersla á að þekkja einkenni barna sem búa við eða verða fyrir ofbeldi.  

Bæklingurinn er á íslensku, ensku og pólsku og á fyrst og fremst að vekja athygli á heimilisofbeldi og að allir geti orðið fyrir því. Við töldum einnig þörf á að brýna mikilvægi tilkynningaskyldunnar þegar börn eiga í hlut en í bæklingnum eru upplýsingar um hvert hægt er að snúa sér sé grunur um ofbeldi eða vanrækslu af einhverju tagi. Í bæklingnum koma fram upplýsingar um stofnanir á svæðinu sem hægt er að leita til vegna ofbeldis auk þeirra samtaka sem sérhæfa sig í því að aðstoða þá sem orðið hafa fyrir ofbeldi og sömuleiðis fyrir gerendur“ segir Lovísa Lillendahl verkefnisstjóri.    

Bæklingurinn Býrð þú við ofbeldi? fyrir skjálesara

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta