Hoppa yfir valmynd
23. maí 2017

Fundargerð velferðarvaktarinnar 23. maí 2017

Fundargerð 19. fundar Velferðarvaktarinnar
haldinn 23. maí 2017 hjá Barnaheillum kl. 9.00-12.00.

 

Dagskrá:


1.  Kynning á skýrslu Barnaheilla „Ending Educational and child poverty in Europe „
Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum kynnti skýrsluna.

2. Aðgerðir gegn brotthvarfi og niðurstöður
Fulltrúi frá Menntamálastofnun, kynnti skráningar á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum.

3. MA ritgerð um ungt lesblint fólk utan vinnumarkaðar
Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrum borgarfulltrúi, kynnti  niðurstöður MA ritgerðar sinnar um ungt lesblint fólk utan vinnumarkaðar. Sjá ritgerð: https://skemman.is/bitstream/1946/26621/1/Bj%C3%B6rk%20Vilhelmsd%C3%B3ttirMA.pdf

4. „Unga in i Norden- geðheilsa-menntun-atvinnuþátttaka“
Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun og fulltrúi Íslands í verkefninu Unga in i Norden- geðheilsa-menntun-atvinnuþátttaka , kynnti tillögur verkefnisins er lúta að Íslandi.

5. Brotthvarf úr framhaldsskóla
Bóas Valdórsson, sálfræðingur í Menntaskólanum í Hamrahlíð, sagði frá reynslu sinni við að vinna gegn brotthvarfi nemenda úr skóla.

6. Umræður

Að kynningum loknum var rætt um brotthvarf nemenda, en hér á landi er brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum um 19% og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Ákveðið var að halda áfram með yfirferð á þessari stöðu á næsta fundi.

Ekki meira rætt og fundi slitið/SF. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta