Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tillögur Velferðarvaktarinnar gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum

Á fundi Velferðarvaktarinnar í dag, 29. nóvember 2017, voru samþykktar 14 tillögur til stjórnvalda um aðgerðir til að auka hlutfall nemenda sem ljúka framhaldsskólanámi og hefur bréf með tillögunum verið sent mennta- og menningarmálaráðherra.

Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs á Íslandi er hið hæsta meðal Norðurlandanna og það fimmta hæsta meðal OECD-ríkja eða um 30%. Brotthvarf úr framhaldsskólum á Íslandi er um 19%, en í Danmörku 8%, Svíþjóð 7%, Finnlandi 9% og Noregi 11%. Meðaltal brotthvarfs í Evrópu er 11%. Velferðarvaktin telur mikilvægt að sem flest ungmenni geti stundað nám við hæfi og þannig stuðlað að farsælu lífi til framtíðar. Hátt hlutfall brotthvarfs nemenda úr framhaldsskólum á Íslandi er því áhyggjuefni.

Tillögurnar verða sendar nýjum mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra og  alþingismönnum. Einnig framkvæmdastjórum sveitarfélaga og nemendaráðum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta