Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skólasókn í grunnskólum könnuð

Þann 18. janúar 2019 hratt Velferðarvaktin af stað könnun um skólasókn, þ.m.t. skólaforðun í grunnskólum landsins. Rannsóknarfyrirtækið Maskína sér um framkvæmd könnunarinnar. Tilgangur könnunarinnar er að afla upplýsinga um skólasókn, þ.m.t.  skólaforðun, sem geta nýst við umræðu og stefnumótun í málefnum barna með það að markmiði að tryggja sem flestum börnum farsæla skólagöngu og sporna gegn brotthvarfi úr skóla. Sjónarmið, þekking og reynsla skólastjórnenda er mikilvægt innlegg í þeirri vegferð. Könnunin er send á netföng grunnskóla og skal berast til skólastjóra skólanna. Niðurstöður verða ekki opinberaðar þannig að þær séu greinanlegar niður á einstaka skóla. Velferðarvaktin stefnir á að opinbera niðurstöður könnunarinnar í mars 2019.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta