Hoppa yfir valmynd
15. október 2019

Fundur Velferðarvaktarinnar 15. október 2019

34. fundur Velferðarvaktarinnar

Félagsmálaráðuneytinu, 15. október 2019 kl. 9.15-11.30

Mættir: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N, Ásta Dís Guðjónsdóttir frá PEPP-á Íslandi, Dagbjört frá Landssambandi eldri borgara, Eðvald Stefánsson frá umboðsmanni barna, Eva Bjarnadóttir frá Unicef, Helen Símonardóttir frá RKÍ, Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun, Ingvi Skjaldarson frá Hjálpræðishernum, Jón Ingi Cæsarsson frá BSRB, Kristín Harðardóttir frá Samtökum atvinnulífsins, María Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Margrét J. Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sara Jasonardóttir frá umboðsmanni skuldara, Sólveig Anna Jónsdóttir frá ASÍ, Sigurveig Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sigurveig Sigurðardóttir frá félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Steinunn Bergmann frá BHM, Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Þröstur Jónasson frá Heimili og skóla og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti.      

Gestir: Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir og Katrín Johnson, starfsmenn Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

---

1. Kynning á fjárlagafrumvarpi 2020
Viðar Helgason, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta og fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis í Velferðarvakt, kynnti fjárlagafrumvarpið 2020 sem hefur ýmsa snertifleti við málefni Velferðarvaktarinnar. Framlög til velferðarmála eru með hæstu útgjöldum ríkissjóðs en 12 af 20 stærstu liðum á fjárlögum 2019 heyra undir velferðarmál. Greiðslur til elllífeyrisþega vega þar þyngst en einnig er um að ræða hækkun til atvinnuleysisbóta, endurútreikning búsetuskerðinga og útgjöld til fæðingarorlofssjóðs. Heilbrigðismál eru annars stærsti útgjaldaliður 2020. Sjá má nánar á vefsíðu ráðuneytisins.

2. „Nabo – Social inclusion of youth in Iceland“
Ellen Dröfn Gunnarsdóttir og Kristín Erla Harðardóttir, starfsmenn Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands, kynntu skýrsluna „Nabo – Social inclusion of youth in Iceland“. Skýrslan var unnin á vegum norrænu ráðherranefndarinnar en hún lýsir upplifun ungs fólks á aldrinum 18-25 ára á þátttöku í samfélaginu (tækifæri til að hafa áhrif, félagsleg tengsl, að tilheyra, fordómar o.fl.). Þátttakendur voru 37 talsins, 25 konur, 11 karlar og 1 hán.

Sjá nánar: http://norden.diva-portal.org/smash/record.jsf?pid=diva2%3A1335847&dswid=3634

3. Fréttir úr baklandinu
Fulltrúar í Velferðarvaktinni deildu því helsta sem er að gerast í þeirra baklandi, nýjum verkefnum, helstu áhyggjum o.s.frv.

4. Önnur mál

  • Kannanir meðal skólameistara og framhaldsskólanema.
    Velferðarvaktin er með í undirbúningi tvær kannanir þar sem aflað verður upplýsinga meðal skólameistara framhaldsskóla annarsvegar og fyrsta árs framhaldsskólanema hinsvegar, um námsgagnakostnað, móttökuáætlanir, upplifun nemenda af því að hefja nám í framhaldsskóla, vinnu meðfram námi o.s.frv.
  • Rannsókn á brotthvarfi og námstöfum eftir lok grunnskóla. Er í undirbúningi.
  • Málþing um stöðu heimilislausra. Tókst mjög vel og vakti víða athygli. Málþingið var haldið í samvinnu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Geðhjálpar, SÁÁ og Velferðarvaktarinnar.
  • Morgunverðarfundur EAPN um fátækt og matarsóun verður haldinn 17. október nk.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta