Rannsókn á brotthvarfi og námstöfum á framhaldsskólastigi
Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur á skrifstofu mennta- og vísindamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, munu á árinu 2020 skrifa skýrslu fyrir Velferðarvaktina um brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi.
Verkefnið snýst um greiningu gagna Hagstofu Íslands og menntamálaráðuneytis er varða brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi þar sem horft verður til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi með það fyrir augum að kortleggja þætti sem spá fyrir um brotthvarf og námstafir. Fyrstu niðurstöður verða kynntar Velferðarvaktinni í maí 2020 en áætlað er að verkefninu ljúki í október 2020.