Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2020

Fundur Velferðarvaktarinnar 22. apríl 2020

Fjarfundur Velferðarvaktarinnar – með áherslu á Covid-19.

22. apríl 2020


Þátttakendur: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofun, Eðvald Stefánsson frá umboðsmanni barna, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Dagbjört Höskuldsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Jón Ingi Cæsarson frá BSRB, Ásta Dís Skjaldal frá Pepp samtökunum, Ingvi Skjaldarson frá Hjálpræðishernum, Tryggvi Hallgrímsson frá Jafnréttisstofu, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir frá Heimili og skóla, Sigurveig Sigurðardóttir frá félagsráðgjafadeild Háskóla Ísalnds, María Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ, Kristín Harðardóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Helen Símonardóttir frá Rauða krossinum, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Ásta Helgadóttir Umboðsmaður skuldara, Sara Jasonardóttir frá umboðsmanni skuldara, Eva Bjarnadóttir frá UNICEF, Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun, Steinunn Bergmann frá Bandalagi háskólamanna, Eyþór Árnason frá ASÍ, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Eysteinn Jónsson frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneytinu.

---

1. Fréttir úr baklandinu

Fulltrúar fóru yfir helstu fréttir úr baklandinu í tengslum við Covid. Meðal þess sem kom fram voru áhyggjur af skólamálum, efnahag heimilanna, félagslegri einangrun o.fl.    

Börn og skólamál

  • Innan KÍ eru áhyggjur af börnum sem haldið er heima, sem virðist meira vera bundið við erlend börn. Verið er að skoða viðbrögð. Menntamálastofnun er að vinna að upplýsingaefni sem talið er að geti nýst skólasamfélaginu og stjórnvöldum.
  • Áhyggjur eru af skólaforðun eftir Covid. Umræða hefur verið um þetta hjá félagsþjónustu/barnavernd, lausnin væri ekki endilega sú að tilkynna til barnaverndar vegna skólaforðunar á tímum Covid.
  • Áhyggjur eru af brotthvarfi úr framhaldsskólum og þeim nemum sem eiga að útskrifast. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er ekki með tölur um áætlað brotthvarf.
  • Bent var á mismunum varðandi heimanám, börn með veikara bakland munu standa verr að vígi þegar skóli hefst á ný.
  • Unicef upplýsti að í samkomubanni hefði markvisst verið dreift upplýsingum til skóla og sveitarfélaga (efni fyrir börn, kennara, vinnubækur o.fl.). Áhersla hefur m.a. verið lögð á viðkvæma hópa, börn sem falla milli skips og bryggju í skóla, og börn þeirra sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Út er komin stöðuskýrsla um réttindi barna á Íslandi.
  • Heimili og skóli benti á að samtökin byggju yfir öflugu tengslaneti sem nýta mætti betur og eru tilbúin til samstarfs.
  • Öryrkjabandalagið taldi mikla ábyrgð lagða á foreldra fatlaðra barna, börnin geta ekki stundað fjarnám heima. Einnig þarf að huga að systkinum þessara barna. Embætti landlæknis tók undir þessar áhyggjur og sagði mál vera að þyngjast og meiri ásókn væri í þjónustu hjá BUGL.
  • Félagsráðgjafdeild HÍ deildi áhyggjum af 1. árs nemum. Sumarnámskeið eru til skoðunar. Margar deildir skólans hafa lagt af mörkum til samfélagsins í þessum aðstæðum á hinum ýmsu sviðum, nemar hafa verið í sjálfboðavinnu og fengið fyrir það einingar.

 

Efnahagur heimilanna og atvinnumál

  • Fulltrúi PEPP samtakanna upplýsti um erfiða stöðu hjá mörgum og matarskorti á heimilum. Öryrkjar með börn eru stærsti hópurinn.
  • Hjá Umboðsmanni skuldara er nokkuð rólegt enn sem komið er en starfsfólk er búið undir aukna eftirspurn líkt og gerðist eftir bankahrunið.
  • BSRB hefur beint til stjórnvalda að breyta áherslum um aðgerðir meira í átt að fjölskyldum og eldri borgunum.
  • Aldrei hafa jafnmargir verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK og ýmis verkefni í gangi. Athygli var vakin á www.velvirk.is.
  • Reykjavíkurborg lýsti yfir áhyggjum af þeim sem lenda á milli kerfa og eiga ekki bótarétt. Áhyggjur eru af þeim sem missa bótarrétt á þessu ári sem skapar mikinn kvíða. Fólk er með miklar fjárhagsáhyggjur.
  • Hjá ASÍ er mikið um fyrirspurnir um réttindamál varðandi atvinnuskerðingu/ atvinnumissi vegna Covid. BHM tók í sama streng og lýsti einnig yfir áhyggjum yfir álagi á vissar fagstéttir í velferðarþjónustu og að verið væri að reyna að bregðast við því með markvissum stuðningi við fagfólk.
  • Öryrkjabandalagið benti á að fólk væri farið að grípa til þjónustu smálánafyrirtækja sem væri mikið áhyggjuefni.
  • Landssamband eldri borgara hefur áhyggjur af þeim hópi sem stendur illa en talið er að um 3400 manns séu illa staddir hvað varðar fátækt og húsnæðisleysi. Samtökin vilja framfærsluuppbót til þeirra sem á þurfa að halda.

    Félagslegir þættir

  • Símtöl hjá Hjálparlínu Rauða krossins hafa tekið kipp en margir eru að glíma við mikinn kvíða og erfiðleika. Verið að vinna að svörun á fleiri tungumálum.
  • Varðandi félagslega einangrun sagði fulltrúi LEB frá samstarfi við Rauða krossins um símhringingar til eldri borgara og áherslu sambandsins á að koma út bæklingum með upplýsingum um notkun spjaldtölva o.fl.
  • Öryrkjabandalagið hefur áhyggjur af geðheilsu og félagslegri einangrun.
  • Embætti landlæknis upplýsti að sá orðrómur um að fjölgun hafi orðið á sjálfsvígum ætti ekki við rök að styðjast.

     

    2. Verkefni í þágu barna af erlendum uppruna

    Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, sagði frá tveimur verkefnum sem styðja eiga við nám og félagsstarf barna af erlendum uppruna.

    • Vertu memm – sértækt verkefni sem miðar að því að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ með sérstakri áherslu á börn af erlendum uppruna. Markmiðið er að efla félagsleg tengsl þeirra.
    • Heimanámsaðstoð og kennsla á móðurmáli – Linda sagði frá samkomulagi félagsmálaráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Móðurmál um heimanámsaðstoð og kennslu á móðurmáli fyrir börn af erlendum uppruna, vegna Covid-19. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/17/Samtokin-Modurmal-stydja-nemendur-af-erlendum-uppruna/

     

    3. Fréttir frá viðbragðsteymi velferðarþjónustu vegna Covid-19

    Þór Hauksson Reykdal og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, sérfræðingar á skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, ásamt Maríu Kristjánsdóttur, félagsþjónustufulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, fóru yfir störf viðbragðsteymis velferðarþjónustu vegna Covid-19. Helstu punktar:

  • Staðan á landsvísu er almennt góð – ekkert skráð tilfelli um þjónusturof.
  • Vaxandi áhyggjur eru af börnum í viðkvæmri stöðu.
  • Staðan hjá félagasamtökum er að þyngjast, eftirspurn að aukast. Félags- og barnamálaráðherra styrkti ákveðin félagasamtök fyrir páska til þess að bregðast við.
  • Staða fólks af erlendum uppruna – vantar þýðingar á efni. Hópur þekkir ekki rétt sinn, bótarétt o.fl. Bent var á að Mannréttindaskrifstofa Íslands veitti ráðgjöf um réttindi á atvinnumarkaði og túlkaþjónustu ókeypis.
  • Spurt hefur verið um réttindinema sem hafa verið að vinna með skóla og þeirra sem eru sjálfstætt starfandi.
  • Algengt að erlendir ríkisborgarar séu að falla á milli kerfa.

María sagði frá því að verið væri að vinna að leiðbeiningum um fyrirkomulag fyrir félagsþjónustu hvað varðar félagsstarf fullorðinna, skammtímadvalir, heimsóknir til eldri borgara o.fl. þegar dregið verður úr samkomubanni.


4. Nýr aðgerðapakki stjórnvalda

Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri á skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, kynnti stuttlega aðgerðir á sviði félagsmála í nýjum aðgerðapakka stjórnvalda vegna Covid-19. Aðgerðirnar lúta m.a. að geðrækt, aðgerðum gegn ofbeldi, þjónustu til viðkvæmra hópa, tómstundaúrræðum fyrir börn á lágtekjuheimilum, náms- og starfsúrræðum o.fl. sem nánar verða kynntar síðar. 

 

5. Önnur mál

  • Formaður upplýsti að á næstunni yrði mögulega farið í að endurskoða skipunarbréf Velferðarvaktarinnar m.t.t. til breyttra tíma í samfélaginu. Senda má athugasemdir á formann hvað þar varðar.

Næsti fundur verður haldinn 6. maí kl. 14-16.
Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta