Hoppa yfir valmynd
14. maí 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndum

Í janúar skilaði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu um ákveðna þætti í starfsemi hjálparsamtaka á Íslandi undir heitinu Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka -Hvaða hópar leita aðstoðar? sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneytið og Velferðarvaktina. Nú hefur stofnunin skilað viðauka við skýrsluna undir heitinu Aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum. Megintilgangur viðaukans var að afla upplýsinga um hvort aðstoð hjálparsamtakanna fælist í út­hlutun á matvöru eða hvort annað fyrirkomulag væri viðhaft. Enn fremur hvort félagsleg ráðgjöf væri veitt samhliða annarri þjónustu. Í ljós kom að nokkur munur var á því hvort skapast hafi hefð fyrir matarúthlutunum eftir því í hvaða landi hjálparsamtökin störfuðu. Í ljós kom að í Noregi og Finnlandi er rík hefð fyrir matarúthlutunum á meðan aðstoðin í Danmörku er oftar í formi fjár­stuðnings eða inneignarkorta. Í Svíþjóð er ríkari áhersla á að bjóða upp á máltíðir en að úthluta mat í poka. 

Meiri áhersla á félagslegan stuðning og valdeflingu

Þó að aðstoðin sé oft í formi matar eða fatnaðar, leiddi samantektin í ljós að hjálparsamtök á Norðurlöndunum veita fólki marg­háttaða aðstoð við að bæta hag sinn. Mörg hjálparsamtök á Norðurlöndunum leggja áherslu á að aðstoða skilgreinda minnihlutahópa og vinna markvisst að því að draga úr félagslegri einangrun með samveru, hópastarfi og félagslegri aðhlynningu. Þá leggja mörg samtakanna áherslu á að veita fólki sem til þeirra leitar ráðgjöf með það að markmiði að valdefla fólk. Oft var um að ræða félagslega ráðgjöf en einnig lögfræði­aðstoð og fjármálaráðgjöf. Í töflu 3 í viðaukanum má finna stutta lýsingu á starfsemi helstu hjálparsamtaka á Íslandi, Fjölskylduhjálpar Íslands, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Íslandi og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Úttekt á fyrirkomulagi úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka -Hvaða hópar leita aðstoðar?

Aðstoð hjálparsamtaka á Norðurlöndunum.

Frekari upplýsingar um úttektina og viðaukann veitir Ásdís Aðalbjörg Arnalds, í netfangi, [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta