Sérhefti félagsvísa um fjárhag heimila út frá heimilisgerð og stöðu á húsnæðismarkaði
Félagsmálaráðuneytið og Hagstofa Íslands hafa frá árinu 2012, að frumkvæði Velferðarvaktarinnar, safnað og birt árlega samfélagslegar mælingar undir yfirskriftinni félagsvísar. Markmið vísanna er að auðvelda almenningi og stjórnvöldum að fylgjast með samfélagslegri þróun. Félagsvísum er ætlað að mæla þætti sem eru í eðli sínu mikilvægir fyrir líf fólks og hafa bein áhrif á félagslega velferð þeirra.
Þann 18. júní sl. kom út sérhefti félagsvísa um fjárhag heimilanna. Markmið sérheftisins er að varpa ljósi á fjárhag heimila út frá heimilisgerð og stöðu á húsnæðismarkaði. Til þess að meta fjárhag heimila var horft til þriggja mælikvarða; lágtekjuhlutfalls, byrði húsnæðiskostnaðar og skorts á efnislegum gæðum. Mælikvarðarnir eru allir hluti af fjárhagsvídd félagsvísa.
Sérheftið má finna á vef Hagstofunar.