Hoppa yfir valmynd
27. október 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing um mataraðstoð: 8-10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verði til vegna matvæla sem nýtast ekki til manneldis

Á málþingi Velferðarvaktar Mataraðstoð- ný framtíðarsýn? sem fram fór á Grand hóteli í gær kom fram að margar nýjungar eru í farvatninu varðandi þróun mataraðstoðar. Kynntar voru tvær skýrslur sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Velferðarvaktina og félagsmálaráðuneytið. Í fyrsta lagi skýrsla um fyrirkomulag úthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka á Íslandi ásamt viðhorfum og reynslu notenda og í öðru lagi skýrsla um fyrirkomulag aðstoðar á Norðurlöndum. Þá voru kynntar tilteknar aðgerðir í fyrstu heildstæðu aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn matarsóun, sem umhverfis- og auðlindaráðherra lagði fram í september. Þær aðgerðir fjalla m.a. um matarbanka og matarvagn en fyrirmyndir af slíku má finna víða erlendis og hafa skilað góðum árangri í að draga úr matarsóun.

Í erindi Guðmundar B. Ingvarssonar, sérfræðings í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kom meðal annars fram að áætlað er að 8-10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verði til vegna matvæla sem nýtast ekki til manneldis. Markmiðið íslenskra stjórnvalda er að minnka matarsóun á Íslandi um 30% fyrir árið 2025 og um 50% fyrir árið 2030.

Að erindum loknum fóru fram hringborðsumræður þar sem rætt var um hvernig taka megi meira tillit til óska notenda, hvort vilji sé til að auka samráð milli félagasamtaka, hvort snjallt sé að koma upp sérstökum verslunum með ódýrum/ókeypis mat og hvernig fyrirkomulag aðstoðar yrði eftir 10 ár.

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar: „Erindi málþingsins voru virkilega áhugaverð. Við heyrðum nýja nálgun sem nú þegar hefur rutt sér rúms erlendis. Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi aðilar og þá sérstaklega notendur og félagasamtök komi að borðinu við þróun mataraðstoðar. Málþingið var gott skref í þá átt.“ 

Punktar frá hringborðsumræðum.

  • Málþing um mataraðstoð: 8-10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verði til vegna matvæla sem nýtast ekki til manneldis - mynd úr myndasafni númer 1
  • Málþing um mataraðstoð: 8-10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verði til vegna matvæla sem nýtast ekki til manneldis - mynd úr myndasafni númer 2
  • Málþing um mataraðstoð: 8-10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verði til vegna matvæla sem nýtast ekki til manneldis - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta