Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Velferðarvaktin beinir tillögum til stjórnvalda vegna brotthvarfs úr framhaldsskólum

Velferðarvaktin hefur fjallað um rannsóknarskýrsluna  Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum, sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið komu að og Velferðarvaktin gaf út í janúar sl. Þá hefur Velferðarvaktin staðið að opnu málþingi um skýrsluna.

Á fundi sínum þann 5. apríl sl. ákvað Velferðarvaktin að taka undir eftirfarandi tillögur sem fram koma í skýrslunni og beinir því til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að unnið verði að framgangi þeirra undir forystu mennta- og barnamálaráðherra, samhliða þeirri vinnu sem nú fer fram varðandi skóla- og félagsmál á vegum stjórnvalda. Tillögurnar eru:

Fyrir grunnskólastigið:

  • Aukið samstarf á milli skóla og félagsþjónustu fyrir börn til að greina þá þætti sem hamla námsgetu og við mótun og framkvæmd úrræða til að bregðast við þeim.
  • Koma á upplýsinga- og eftirfylgniskerfi sem fylgist með afdrifum nemenda eftir grunnskóla og tryggir samfellu í stuðningsúrræðum á milli grunn- og framhaldsskóla.
  • Efla vitund og ábyrgð grunnskóla á brotthvarfi nemenda 1-3 árum eftir lok grunnskóla með upplýsingamiðlum um brotthvarf nemenda til sveitarfélaga og grunnskóla innan þeirra.
  • Gera athugun á því hvort fýsilegt sé að hanna forspárlíkan fyrir brotthvarf byggt á námsárangri í 7.-8. bekk svo grunnskólar geti hafið snemmtæka íhlutun til að vinna gegn brotthvarfi.

Fyrir framhaldsskólastigið:

  • Koma á skimunartólum á grundvelli skráargagna skólanna og tölfræðilíkana/vélnámslíkana (e. machine learning) til að framhaldsskólar geti unnið gegn líklegu brotthvarfi nemenda og veitt þeim viðeigandi aðstoð.
  • Aukið samstarf á milli skóla og félagsþjónustu til að greina þá beinu þætti sem tengjast félagslegri og efnahagslegri stöðu sem auka líkur á brotthvarfi og við mótun og framkvæmd úrræða til að bregðast við þeim.

Velferðarvaktin hefur áður lagt fram tillögur til stjórnvalda er varða framhaldsskólastigið

Hér má sjá erindin sem send voru félags- og vinnumarkaðsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjölfar fundarins 5. apríl.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta