Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Könnun á stöðu umgengnisforeldra

Nú stendur yfir rannsókn á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Velferðarvaktarinnar á stöðu barnafjölskyldna sem deila ekki lögheimili saman, en sá hópur hefur lítið verið skoðaður hér á landi. Könnunin er lögð fyrir tilviljunarúrtak umgengnisforeldra, þ.e. foreldra sem eiga börn en deila ekki lögheimili með þeim. Í rannsókninni er meðal annars leitast við að athuga hvort og þá hvernig fjárhagur umgengnisforeldra hafi áhrif á samveru og samband við börnin og kostnaðarþátttöku í uppeldi barnanna s.s. við íþrótta- og tómstundaiðkun.

Rannsóknin er unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og við undirbúning hennar var leitað til hagaðila þ.m.t. Félags um foreldrajafnrétti, sem veitt hefur mikilvæga ráðgjöf í undirbúningsferlinu, Umboðsmanns barna, PEPP – samtaka fólks í fátækt, Félagsráðgjafafélags Íslands og fleiri sérfræðinga. Gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsóknar verði birtar í mars.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta