Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2023

Stöðuskýrsla Velferðarvaktar 2021-2022

Velferðarvaktin hefur gefið út stöðuskýrslu sem nær yfir störf vaktarinnar árin 2021-2022. Á síðustu árum hefur vaktin reglulega skilað stöðuskýrslum til félags- og vinnumarkaðsráðherra skv. skipunarbréfi:

COVID-19 setti mark sitt á störf vaktarinnar á tímabilinu en stjórnvöld ákváðu að Velferðarvaktin yrði ráðgefandi aðili fyrir tvö teymi sem sett voru á laggirnar vegna faraldursins, fyrst í  mars 2020 fyrir viðbragðsteymi velferðarþjónustu og síðar í júní 2020 fyrir uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar faraldursins. Síðara teymið, uppbyggingarteymið, starfaði á árinu 2021 og var Velferðarvaktin því til ráðgjafar þar til yfir lauk í desember 2021. Samstarfi stjórnvalda og Velferðarvaktar í tengslum við faraldurinn eru gerð skil í skýrslunni.

Í skýrslunni er einnig fjallað um þær rannsóknir og kannanir sem Velferðarvaktin hefur staðið fyrir á tímabilinu ásamt tillögum vaktarinnar. Þær fjalla um fyrirkomulag matarúthlutana og ráðgjafar hjálparsamtaka, brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi og stöðu barnafjölskyldna sem deila ekki saman lögheimili. Síðastnefnda rannsóknin er enn í vinnslu. Velferðarvaktin stóð einnig fyrir málþingum á tímabilinu sem gerð eru skil í skýrslunni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta