Hoppa yfir valmynd
26.01.2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 26. janúar 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Eiríkur Jónsson, tiln. af KÍ, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Héðinn Unnsteinsson frá heilbrigðisráðuneyti, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af viðskiptaráðuneyti, Matthías Halldórsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Stefán Stefánsson, tiln. af menntamálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tiln., og Þorbjörn Guðmundsson, Ingibjörg Broddadóttir og Margrét Erlendsdóttir, starfsmenn.
Fundinn sat einnig Hanna Björnsdóttir nemi í félagsráðgjöf hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

1. Nýjar upplýsingar frá Landlæknisembættinu

Í framhaldi af kynningu sinni á síðasta fundi upplýsti Matthías um nýjar tölur frá geðdeild Landspítalans við Hringbraut sem taka til breytinga á notkun þjónustu á tímabilinu janúar–nóvember 2008 og janúar–nóvember 2009. Breytingarnar eru eftirfarandi: Bráðamóttaka 7,6% aukning, göngudeild við Hringbraut 5,4% aukning, göngudeild vímuefna 2,3% fækkun, innlagnir á áfengisdeild 7,4% aukning, legudagar á áfengisdeild 6,1% fækkun, innlagnir á legudeildum 2,6% aukning og innlagnadagar 10,9% fækkun.

2.Þróun mála hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar

Stella kynnti með glærum þróun mála hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar með sérstöku tilliti til þróunarinnar árið 2009. Heildarfjölgun mála hjá sviðinu var 19% milli 2008 og 2009 og fjölgaði fjárhagsaðstoðarmálum um 28%. Stýrihópurinn mun fá glærurnar sendar.

3. Hjálparstarf kirkjunnar

Vilborg greindi frá hjálparstarfi kirkjunnar undanfarið og birti tölulegar upplýsingar frá jólaaðstoðinni 2009. Birtar voru að hluta til tölur sem ná yfir aðstoð kirkjunnar, mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Rauða kross Íslands. Stýrihópurinn mun fá glærurnar sendar.

Í framhaldi var rætt um aðstæður þeirra sem verst eru settir í samfélaginu og bíða mörg verkefni hópsins um þá sem standa höllum fæti. Rætt um að hópurinn tengi starfið við aðra hópa annars vegar og skoði sérstaklega aðstæður öryrkja og aldraðra hins vegar. Áður hefur verið rætt um að hópurinn leggi aukna áherslu á innflytjendur og fram kom að ASÍ hefur kallað eftir upplýsingum um innflytjendur á vinnumarkaði.

4. Önnur mál

  • Sigurrós dreifði upplýsingum um mentorakerfi fyrir atvinnuleitendur sem Efling stendur fyrir.
  • Stefán greindi frá því að mennta-og menningarmálaráðuneytið hefur birt niðurstöðu vefkönnunar meðal íþróttafélaga í nóvember 2009 undir heitinu Velferðarvísar í íþróttafélögum. Þar hafi meðal annars komið fram félögin geta ekki lengur treyst á einkaframtakið til stuðnings starfseminni.
  • Rætt um fordóma, meðal annars í garð innflytjenda og geðfatlaðra, og samþykkt að fjalla hið fyrsta nánar um fordóma

5. Fundargerð 21. fundar

Fundargerðin var samþykkt.

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2010 kl. 14.00–16.00.
Fundargerð skráði Ingibjörg Broddadóttir.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta