Hoppa yfir valmynd
13.11.2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 13. nóvember 2012

Fundargerð 73. fundar, haldinn hjá skrifstofum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar,
þriðjudaginn 13. nóvember 2012, kl. 14.00 – 16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Stella K. Víðisdóttir tiln. af Reykjavíkurborg, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi, Hrefna K. Óskarsdóttir tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp,  Salbjörg Bjarnadóttir varam. Landlæknis, Unnar Stefánsson tiln. af Landssambandi aldraðra, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir tiln. af velferðarráðherra, Guðrún Eyjólfsdóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins, Elín Rósa Finnbogadóttir, varam. Alexöndru Þórlindsdóttur tiln. af innanríkisráðuneyti, Hugrún Jóhannesdóttir varam. Gissurar  Péturssonar tiln. af velferðarráðherra, Valgerður Halldórsdóttir tiln. af Bandalagi háskólamanna og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti og verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar.

1. Fundargerð 72. fundar velferðarvaktarinnar

Fundargerðin var samþykkt. Lára sagði frá því að borist hefði athugasemd í kjölfar kynningu Íbúðalánasjóðs um hvort velferðarvaktin mætti hugsanlega beina meira sjónum að hópnum sem er með meðaltekjurnar þar sem komið hefur í ljós að sá hópur stendur jafnvel verr en tekjulægsti hópurinn. Aðgerðir stjórnvalda hafa frekar beinst að tekjulægsta hópnum en á meðan hefur vandi þeirra tekjuhærri aukist.

2. Árvekniverkefni á Suðurnesjum

Verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar sagði frá árvekniverkefni um heimilisofbeldi sem verið er að vinna að á svæðinu fyrir tilstuðlan Suðurnesjavaktarinnar. Einnig var lagt fram fréttabréf Suðurnesjavaktarinnar. 

3. Kynning á skýrslunni „Farsæld“

Vilborg Oddsdóttir, Katla Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Bjarni Karlsson og Halldór Guðmundsson kynntu skýrsluna „Farsæld – baráttan gegn fátækt á Íslandi.“  Að skýrslunni vann hópur sérfræðinga bæði úr grasrótinni og frá hinum ýmsu stofnunum þar sem markmiðið var að horfa á lausnir en ekki ástand meðal þess hóps sem stendur verst í samfélaginu. Skýrslan hafnar því að fátækt sé náttúrulögmál og að það séu til leiðir fyrir fólk til þess að komast úr þeim vítahring sem fylgir því að alast upp í fátækt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að það sé mikilvægt að nálgast fátæktarvandann á grundvelli gæða fremur en skorts, það búi allir yfir einhverjum styrkleikum sem hægt er að virkja og það mun gera einstaklingum auðveldara að taka þátt í samfélaginu. Mannréttindi, valdefling og félagsauður voru þau hugtök sem hópurinn hafði að leiðarljósi í umræðum um lausnir á fátæktarvandanum.

Skýrslan: http://www.help.is/Apps/WebObjects/Help.woa/wa/dp?id=59&detail=354

Í umræðum kom fram mikil ánægja með skýrsluna og að verið væri að nálgast viðfangsefnið á jákvæðan hátt.  Rætt var um raunverulega merkingu orðsins fátækt og að fólk hefði mismunandi skilning á orðinu. Bent var á að oftast væri horft á efnahagslega þáttinn í umræðunni um fátækt en mikilvægt væri að horfa einnig á hina andlegu fátækt, sem er ennþá hulinn vandi í samfélaginu. 

Önnur mál

  • Valgerður kom þeirri ósk á framfæri að kalla eftir fjölskyldustefnu meðal stjórnvalda. Rætt var um að þetta mætti skoða betur í tengslum við starfið í vetur og var óskað eftir því að Valgerður kæmi með innlegg varðandi þetta á fund velferðarvaktarinnar.
  • Lára sagði frá því að tryggt væri að starfi Suðurnesjavaktarinnar yrði haldið áfram á næsta ári og að hún muni funda með vaktinni í lok nóvember.  

Fundargerð ritaði Lovísa Lilliendahl.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta