Hoppa yfir valmynd
15.02.2017

Fundargerð velferðarvaktarinnar 15. febrúar 2017

Fundargerð 17. fundar Velferðarvaktarinnar
haldinn 15. febrúar 2017 í velferðarráðuneytinu kl. 14.00-16.00.

 

Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstofnun kirkjunnar, Sigurrós Kristinsdóttir frá ASÍ, Ásta Sigrún Helgadóttir og Sara Jasonardóttir frá Umboðsmanni skuldara, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Ásgerður Jóna Flosadóttir frá Fjölskylduhjálp Íslands, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Sigurjón Sveinsson frá ÖBÍ, Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Þórður Hjaltested frá Kennarsambandi Íslands, Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun, Kristín Þóra Harðardóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Haukur Ingibergsson frá Landssambandi eldri borgara, Halldór Gunnarsson frá Réttindavakt velferðarráðuneytisins, Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum á Íslandi, Jenný Ingudóttir frá Heimili og skóla, Angelique Kelley frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Vildís Bergþórsdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Sunna Diðriksdóttir frá innanríkisráðuneyti, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Sólveig Hjaltadóttir frá Tryggingastofnun ríkisins, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti.

 

Dagskrá fundar

1. Félagsvísar 2016

Kolbeinn Stefánsson frá Hagstofunni kynnti nýútkomna félagsvísa. Félagsvísarnir sýna ekki fram á mikla breytingu á milli ára ef frá eru talin húsnæðismál. Slóð á félagsvísa: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/skyrslur2016/felagsvisar_februar_2016-loka.pdf

2. Málefni hælisleitenda og flóttamanna

Vilborg sagði frá því að sárafátæktarhópurinn væri búinn að halda tvo fundi þar sem rætt var um hvort reyna ætti að kortleggja félagsstarf hælisleitenda og flóttamanna (virkni dags daglega). Á þessa fundi hafa m.a. verið kallaðir til fulltrúar Útlendingastofnunar, innanríkisráðuneytisins, Rauða krossins og fulltrúar móttökusveitarfélaga. Um er að ræða a) hælisleitendur sem eru að bíða eftir afgreiðslu umsókna, b) einstaklinga sem hafa nýlega fengið stöðu flóttamanns og c) kvótaflóttafólk sem koma hingað til lands í boði stjórnvalda. Þessir hópar eru ólíkir og rætt hefur verið um hvort val um félagslega virkni ætti mögulega að vera meira en nú er og hvort æskilegt væri að frjáls félagasamtök kæmu sterkar inn í þessi mál og þá með hvaða hætti? Ákveðið var að Velferðarvaktin ræði þessi mál frekar eftir fyrirhugaða kynningu í lok mánaðarins á rannsókn á greiningu á stöðu flóttafólks á Íslandi árið 2016 sem unnin var af Félagsvísindastofnun.

3. Heimsókn félags- og jafnréttismálaráðherra

Þorsteinn Víglundsson, nýr félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur á fundinum og átti gott samtal við fulltrúa vaktarinnar um hin ýmsu mál sem brunnu á fólki s.s. húsnæðismál, fátækt, endurskoðun á bótakerfi, búsetuskerðingar, fæðingarorlofskerfið o.fl. Ráðherrann lýsti yfir ánægju með störf vaktarinnar í gegnum árin og taldi þennan breiða samstarfsvettvang mikilvægan lið í því að vakta og leita leiða til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu hverju sinni.   

4. Ýmis mál

  • Rætt var um eftirfylgni bréfs til skólasamfélagsins vegna ritfangakaupa grunnskólabarna.
  • Ákveðið var að vaktin sendi bréf til dómsmálaráðherra sem fæli í sér beiðni um að láta þýða yfir á íslensku athugasemdir sem fram koma í tengslum við skýrslu íslenskra stjórnvalda vegna úttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála hér á landi.
  • Umræða um erfiða stöðu á húsnæðismarkaði.

 

Ekki meira rætt/LL

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta