Hoppa yfir valmynd
20.03.2018

Fundur Velferðarvaktarinnar 20. mars 2018

24. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í velferðarráðuneytinu 20. mars 2018 kl. 9.00-12.00.

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Margrét J. Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N, Sólveig Hjaltadóttir frá Tryggingastofnun, Halldór Gunnarsson fulltrúi réttindagæslumanna, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sigurrós Kristinsdóttir frá ASÍ, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Nína Helgadóttir frá RKÍ, Ásta S. Helgadóttir og Sara Jasonardóttir frá Umboðsmanni skuldara, Jenný Ingudóttir frá Heimili og skóla, Berþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ásta Dís Guðjónsdóttir frá PEPP-samtökunum, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ, Sigurrós Gunnarsdóttir frá Sjónarhóli, Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Gústaf Gústafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti.

Gestir: Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Kolbeinn Stefánsson frá Hagstofunni, Þórður Kristjánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Davíð Snær Jónsson frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema.

___

1. Tillögur sárafátæktarhópsins um bættar aðstæður utangarðsfólks
Vilborg Oddsdóttir, formaður sárafátæktarhóps velferðarvaktarinnar, kynnti tillögur sárafátæktarhópsins um bættar aðstæður utangarðsfólks. Samþykkt var að senda tillögurnar ásamt nánara ítarefni á félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og alþingismenn.

2. Vandi ungs fólks vegna smálána
Ásta Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara, fór yfir starfsemi og þjónustu stofnunarinnar. Umsóknum um greiðsluaðlögun hefur fjölgað undanfarið sem í mörgum tilvikum má rekja til greiðsluerfiðleika vegna húsaleigu. Einnig kynnti Ásta vaxandi vanda ungs fólks vegna smálána en ljóst er að grípa þarf til aðgerða í þeim efnum. Vísað var til umræðu Velferðarvaktarinnar um smálán á sínum tíma.  Sárafátæktarhóp var falið að skoða málið nánar.

3. Rannsókn um lífskjör og fátækt barna á Íslandi
Kolbeinn Stefánsson, kynnti framvindu rannsóknarinnar sem hann er að vinna fyrir Velferðarvaktina um lífskjör og fátækt barna á Íslandi. Von er á niðurstöðum rannsóknarinnar í ágúst.

4. Brotthvarf úr framhaldsskólum
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi við fulltrúa Velferðarvaktarinnar og gesti um brotthvarf úr framhaldsskólum. Ráðherra þakkaði fyrir að fá tækifæri til þess að ræða þessi mál á þeim vettvangi sem Velferðarvaktin starfar. Brotthvarf á Íslandi er hátt í norrænum samanburði en hinsvegar sýna gögn frá Hagstofu að það hefur náðst árangur í þessum efnum og menntunarstig þjóðarinnar er að hækka. Mikilvægt er að Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnvöld og samfélagið allt leggist á eitt til þess að draga úr brotthvarfi og hugsa má ýmsar leiðir í þeim efnum m.a. snemmtæka íhlutun, aukin framlög til menntamála í félagslega þyngri hverfum, bæta aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu, auka aðsókn í verklegar greinar, forgangsraða styrkjum til framhaldsskóla og efla stuðning við börn af erlendum uppruna. 

Í umræðum kom einnig fram að meira álag væri orðið á nemendur í kjölfar styttingu framhaldsskólans, það þyrfti að veita foreldrum stuðning í þeim tilgangi að geta aðstoðað börnin við námið, efla þyrfti samstarf á milli formlega og óformlega menntakerfisins og það þyrfti að vera meiri möguleiki á styttri námsbrautum og einnig væri tilefni til að skoða menntamál fanga sérstaklega.

Í lok fundar áréttaði ráðherra að það þyrfti að fjárfesta í menntakerfinu til þess að ná æskilegum árangri í þessum efnum. Þá væri samstarf hlutaðeigandi aðila lykilatriði.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta