Hoppa yfir valmynd
03.03.2020

Fundur Velferðarvaktarinnar 3. mars 2020

37. fundur Velferðarvaktarinnar

Félagsmálaráðuneytinu, 3. mars 2020 kl. 9.15-11.30

Mættir: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Ásta Dís Guðjónsdóttir frá PEPP samtökum gegn fátækt, Eðvald Stefánsson frá umboðsmanni barna, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf, Helga Ágústsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Sigurveig Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti.      

---

 

1. Kynning á aðstæðum stjúpbarna/skilnaðarbarna
Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi og sáttamaður, ræddi um margskonar áskoranir fyrir börn við skilnaði foreldra og lífið í nýjum stjúpfjölskyldum. Valgerður ræddi einnig ýmis praktísk mál t.d. varðandi búsetu barna á tveimur heimilum o.fl.
www.stjuptengsl.is

 

2. Tillögur Velferðarvaktarinnar um aðgerðir á framhaldsskólastigi
Formaður Velferðarvaktar kynnti drög að tillögum Velferðarvaktar um aðgerðir á  framhaldsskólastigi í kjölfar tveggja kannanna sem Maskína vann fyrir hönd vaktarinnar og umræðna í vaktinni sl. misseri. Tillögurnar lúta einkum að geðræktarstarfi, námsgagnakostnaði, þjónustu við nemendur með annað móðurmál en íslensku og jafnara aðgengi að námi.
Í kjölfar umræðna var samþykkt að tillögunum yrði komið á framfæri við stjórnvöld.
Nánar um tillögurnar og kannanirnar.


3. Kynning á skilnaðarverkefni
– frestað til næsta fundar
Kynningu á skilnaðarverkefni, sem felst í að innleiða og þróa nýtt vinnulag sem hefur að markmiði að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi foreldra í skilnaðarferli, var frestað til næsta fundar.


4. Önnur mál

  • Stutt umræða fór fram um fátækt og í því samhengi var því velt upp hvort vaktin ætti að leggja til fríar skólamáltíðir. Velferðarvaktin lagði til í september 2019 að tryggt verði að börn sem búa við fjárhagsþrengingar geti fengið ókeypis skólamáltíðir og auknar niðurgreiðslur vegna tómstundastarfs.
  • Rætt var um að fá kynningu á endurskoðun laga um fæðingarorlof í kjölfar umræðu á fundi barnahóps Velferðarvaktarinnar.

 

Næsti fundur verður haldinn 21. apríl.
Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta