Fundur Velferðarvaktarinnar 13. apríl 2021
48. fundur Velferðarvaktarinnar (fjarfundur)
13. apríl 2021 kl. 13.15-15.00.
Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Ása Sjöfn Lórensdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Ásta Helgadóttir frá umboðsmanni skuldara, Ásta Dís Skjaldal og Bergþór H. Þórðarson frá Pepp á Íslandi, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Eðvald Stefánsson frá umboðsmanni barna, Elfa Dögg S. Leifsdóttir frá Rauða krossinum, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Eysteinn Eyjólfsson frá VIRK, Gústaf Aron Gústafsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Hjördís Kristinsdóttir frá Hjálpræðishernum, Jón Ingi Cæsarsson frá BSRB, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Nicole Leigh Mosty frá WOMEN Ólafur G. Halldórsson frá Samtökum atvinnulífsins, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Sigrún Jónsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins, Sigurveig Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf, Sólveig Anna Jónsdóttir frá ASÍ, Steinunn Bergmann frá Bandalagi háskólamanna, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Tryggvi Haraldsson frá Jafnréttisstofu, Valgerður Bjarnadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti.
___
1. Barnvænt Ísland - kynning
Hjördís Eva Þórðardóttir, sérfræðingur á skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, kynnti verkefnið Barnvænt Ísland. Markmiðið með verkefninu er að öll sveitarfélög á landinu muni á næstu árum hefja markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samhliða er unnið að þróun mælaborðs um velferð barna á Íslandi.
2. Örkynningar úr baklandinu
- Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Ása Sjöfn Lórensdóttir sagði frá því helsta í starfsemi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsemin hefur litast af Covid-19 faraldrinum en hefurhinsvegar skapað ýmis ný tækifæri s.s. í fjarmeðferðum. Notkun Heilsuveru hefur farið vaxandi en vefurinn hefur aukið aðgengi að þjónustu og um leið létt á álagi á heilsugæslu. Ása ræddi einnig um vaxandi þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu bæði fyrir börn og fullorðna.
• Samtök atvinnulífsins. Ólafur Garðar Halldórsson sagði frá því helsta sem um er að vera í starfsemi samtakanna. Samtökin eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem byggja á ólíkum atvinnugreinum en yfir 2.000 fyrirtæki í fjölbreyttum greinum eiga aðild að samtökunum. Atvinnulífið stendur nú frammi fyrir krefjandi áskorununum í efnahagslegu tilliti og er atvinnuleysi mikið áhyggjuefni og hafa samtökin m.a. látið gera kannanir til að fylgjast með gagnsemi aðgerða stjórnavalda.
3. Rannsókn á þekkingu og reynslu kennara til að meta tilfelli heimilisofbeldis í skólum
Kristín Ómarsdóttir, lýðheilsufræðingur, kynnti rannsókn sína á þekkingu og reynslu kennara til að meta tilfelli heimilisofbeldis í skólum landsins. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að mikill skortur er á þekkingu kennara og starfsfólks skólanna þegar kemur að heimilisofbeldi. Kennarar þekki ekki nægjanlega einkenni heimilisofbeldis og hika oft við að tilkynna þegar grunur er um slíkt.
4. Önnur mál
Næsti fundur verður haldinn 25. maí.
Ekki meira rætt og fundi slitið./LL.