Hoppa yfir valmynd
11.10.2022

Fundur Velferðarvaktarinnar 11. október 2022

58. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

11. október 2022 kl. 13.15-15.00.

---

1. Endurskoðun örorkulífeyriskerfisins
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði frá þeirri vinnu sem framundan er við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins.

Klara Briem, verkefnisstjóri í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, kynnti vinnu sérfræðingateymis sem kemur að endurskoðuninni ásamt Ólafi Elínarsyni, aðstoðarmanni ráðherra.

Þuríður Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, kynnti væntingar Öryrkjabandalagsins til endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þær væntingar felast m.a. í því að örorkulífeyrir verði hækkaður í að lágmarki 500 þúsund krónur, grunnlífeyri verði breytt þannig að hann verði skatta- og skerðingalaus, tækifæri verði sköpuð fyrir þá sem geta unnið t.d. með fjölbreyttari hlutastörfum og að endurhæfingaúrræðum verði fjölgað.

2. Hverjir sækja sér nú þjónustu umboðsmanns skuldara?
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, kynnti stöðu og þróun mála hjá embættinu, samsetningu hópsins sem leitar aðstoðar hjá embættinu um þessar mundir o.s.frv.

Glærur.

3. Þróun starfsemi móttökumiðstöðvar fyrir flóttafólk 
Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, kynnti stöðuna í málefnum flóttafólks, hvernig gengi að koma fólki fyrir o.s.frv. Gylfi sagði m.a. frá því að opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en mikil fjölgun hefur orðið á komu flóttafólks til landsins, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu, samhliða skorti á íbúðarhúsnæði fyrir flóttafólk. Um 90 manns hafa nýtt úrræðið en um er að ræða tímabundið úrræði í að hámarki 3 sólarhringa eða þar til fólk kemst í annað úrræði á vegum annað hvort Vinnumálastofnunar eða sveitarfélaga.

4. Önnur mál.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta